2.3.2013 | 23:12
Ný stjórnarskrá
Sitt sýnist hverjum um gang stjórnarskrármálsins. Menn taka svo djúpt í árina að tala um svik við þjóðina. Man ekki betur en tillögur stjórnlaganefndar ætti að vera leiðbeinandi. Mér finnst mikilsvert að málið sé skoðað ofan í kjölinn og lögfróðir menn spurðir álits. Almúginn getur svo sannarlega haft skoðun á málinu. Við höfum beðið í ansi mörg ár eftir breytingum á stjórnarskránni, nokkur til eða frá getur ekki skipt höfuðmáli. Ekki er allir flokkar áfjáðir að koma málinu í gegn og enn síður að unnið verði í því á næsta þingi, sbr. Sjálfstæðisflokkinn. Koma tímar, koma ráð. Ekki annað í stöðunni en bíða og sjá hvað gerist.
Kveðja, Helga Dögg
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.