Gott hjá VG

Tek hattinn ofan fyrir þá VG-meðlimi sem vilja klára viðræður við ESB og leggja samninginn undir þjóðina. Er ósammála Ögmundi, nú sem oftar, um að umsóknin sé á fullri siglingu. Hann virðist ekki treysta lýðnum til að taka afstöðu, vill forsjárhyggju, rétt eins og hann viti betur. Mitt mat. Auðvitað eigum við að klára viðræðurnar og taka upplýsta ákvörðun um framhaldið. Stjórnvöld, sama hver verður við völd, fara að vilja þjóðarinnar þegar að því kemur. Að sama skapi og ég tek hattinn ofan fyrir VG finnst mér Sjálfstæðisflokkurinn hafa horfið mörg ár aftur í tímann. Það er lágmarkskrafa hvers íbúa að fá vitneskju um innihald ESB-samningsins. Eða hvað!

Kveð, Helga Dögg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband