Vikurnar fljúga

það er ekki ofsögum sagt, vikurnar fljúga. Skóladagurinn er rétt byrjaður þegar hann er búinn. Börnunum finnst slíkt hið sama og það er gleðiefni, því magir halda því fram að það sé aldurinn sem orsakar þetta. Nú er það afsannað...eins langt og það nær!

Blíðan, hiti, snjórinn bráðar, mikið er það gott. Fyrir vikið eru allar götur blautar og bílarnir ein skítahrúga. Ekkert lát á hlýindunum sem betur fer. Því fyrr sem snjórinn fer því betra.

Það er skondið að sjálfstæðismenn þurfi klút sem prýðir mynd af Jóhönnu Sigurðardóttur á til að þurrka gleraugu sín. Ætli þeir sjái heiminn betur eftir það, má vera. Ekki er ég sammála Bjarna Ben. um að landinn eigi að halda í krónuna fram í rauðan dauðann. Vona að sjálfstæðismenn sjái ljósið, þeir hafa jú klútinn.

Við skilnað, segja Danir, geta aðilarnir komið gömlum skartgripum í verð, gullkauparar vilja óðir kaupa þetta. Maður á að losa sig við gull hins fyrrverandi segja þeir. Hljómar fyndið í mín eyru, en kannski er það ekki. Gullkauparara bjóðast til að koma heim, svo ákafir eru þeir.

 Föstudagskvöld og rólegheit framundan, njótið...

Helga Dögg 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband