Þórey Unnur Árnadóttir ,,fagnar“ aftöku föður, eigimanns og sonar

Það er áhugavert að standa á hliðarlínunni og fylgjast með umræðunni um aftöku Kirk. Manns sem gat ekki varið sig þegar leyniskytta kom sér fyrir á þaki í mikill fjarlægð. Í einu viðtali kom fram að auðvelt sé að komast yfir svona vopn enda notaða á veiðar sem eru algengar á því svæði sem Kirk var tekinn af lífi.

Menn eins og Jóhannes Þór Skúlason framármaður í Ferðaþjónustunni. Illugi Jökulsson, Egill Helgason, Guðmundur Andri Thorsson, Andri Þorvarðarson sögukennari, Ísleifur Jónsson og fleiri og fleiri höfðu mikla þörf fyrir að tjá sig um morðið og sögðu allt að því ,,hann getur sjálfum um sér kennt.“

Þórey Unnur Árnadóttir sagði börn Kirks betur komin án hans. Konunni finnst í góðu lagi að börn hans verði föðurlaus og hann tekinn af lífi af því henni líkar ekki skoðun hans. Mannvonska eða hvaða orð er hægt að nota um fólk sem vill börnum svona illt.

þoeyr

 

 

 

 

 

 

Sorglegast er að sjá þegar blaðamenn á blöðum sem eiga að vera hlutlaus, ekki taka afstöðu, láta andúð sína í ljós á manninum og bera í bætifláka fyrir AFTÖKUNA í gegnum skrif á miðlum sem almenningur styrkir. Hvað liggur að baki?

Nefndir menn setja AFTÖKU í samhengi við orð Kirks. Lesa má úr mörgum ummælum að hann hafi nánast verið réttdræpur því hann notaði orð sem þeim líkaði ekki. Að menn séu réttdræpir fyrir orð og skoðun er fulllangt gengið. Öfgar.

Ferðaþjónustan á Íslandi notar andlit Jóhannesar Þórs Skúlasonar út á við. Ferðaþjónusta þarf nú að réttlæta af hverju þessi maður á að koma fram fyrir þeirra hönd um leið og hann réttlætir aftöku á ungum manni, föður tveggja ungra barna og eiginmanns, með einhverju samhengi. Hvað gengur forsvarsmanni ferðaþjónustunnar til?

Hvers konar maður þarftu að vera til að fagna aftöku, eða réttlæta, sem fór fram í beinni útsendingu þar sem fjöldinn allur af ungu fólki, eiginkona hins látna og ung börn voru áhorfendur. Áfall sem margt af þessu unga fólki mun glíma við á komandi árum.

Siðgæði fólks sem lætur svona út úr sér getur ekki verið upp á marga fiska.

 


Bloggfærslur 19. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband