Það er ekki refsivert að segja hann þó viðkomandi vilji nota hún

Það var ánægjulegt að sjá dómsniðurstöðuna frá réttinum í Lyngby í Danmörku. Dómurinn féll í gær. Hans var beðið með eftirvæntingu því um fordæmisgefandi dóm er að ræða.

Í stuttu máli snýst málið um tjáningarfrelsi og hvort hagsmunir minnihlutahópa eigi að vega þyngra en hagsmunir meirihluta.

Dómarinn dæmdi Lotte Ingerslev í hag. Það er ekki móðgandi eða ærumeiðandi að vísa til karlmanns með líffræðilegu kyni hans né heldur að nota myndir sem hann sjálfur hafði póstað.  

Kvengervillinn Nadia Jacobsen fór í einkamál við Lotte Ingerslev því hún notaði persónufornafnið hann þegar hún skrifaði um tillögu Danska knattspyrnusambandsins (DBU), en Nadia vill láta tala um sig sem konu og nota fornafnið hún. Hann sat í ráðgefandi nefnd fyrir DBU.

Málið var tvenns konar, vegna myndbirtingar Lotte í tengslum við DBU færsluna á bloggsíðunni transkoen.dk og notkun persónufornafnsins.

Myndirnar tók Lotte af síðum þar sem Nadia hafði sjálfur birt m.a. á  klámsíðum. Hún notaði þær í tengslum við skrifin þar sem hún mótmælir tillögu m.a. Nadiu um að drengir fái aðgang að íþróttum stúlkna og búningsklefum þeirra.

Nadia taldi hvoru tveggja hafa verið móðgandi og ærumeiðandi, að Lotte hafi notað myndirnar og notað persónufornafnið hann.

Dómurinn segir

Lotte er ekki dæmd fyrir að móðga hann eða ærumeið vegna myndbirtingarinnar. Það vó þyngst að hann sjálfur hafði birt þær og gat átt von á að þeim yrði dreift sagði dómarinn.

Dómarinn dæmdi Lotte Ingerslev til að greiða skaðabætur því hann túlkar myndbirtingu og upplýsingar um fetískar netsögur Nadiu Jacobsen sem ákveðna keðjuverkun. Það þótti ekki við hæfi. Hún þarf að borga 15 þúsund d. kr. en hann fór fram á 100 þúsund.

Lotte er saklaus, hún er ekki talin hafa móðgað, áreitt eða ærumeitt hann með því að nota fornafn sem vísar í líffræðilegt kyn hans. Hún hefur, og reyndar allir, heimild til að vísa til fæðingarkyns einstaklings. Það er ekki refsivert.

Þessu ber að fagna og segja til hamingju konur og þeir sem beygja sig ekki fyrir trans hugmyndafræðina því þetta er undan rifjum þeirra runnið.

Fjölmiðlar

Hugmyndafræði trans samfélagsins bæði í útlöndum og hér heima hafa fundið upp alls konar fornöfn á fólk sem það getur notað. Í hvaða tilgangi má guð einn vita. Við erum annað tveggja, hann eða hún. Meirihlutinn á ekki að beygja sig undir ákvörðun minnihluta.

Með dómnum er enginn neyddur til að nota annað fornafn en líffræðilegt kyn viðkomandi segir til um.

Það má benda fjölmiðlum á, að það er virðingarleysi við kvenkynið að nota persónufornafnið hún um karlmann þegar fréttir eru sagðar af kvengervlum.  

Eitt af ljótari dæmunum eru karlmennirnir sem nauðguðu 13 ára barni í Noregi og vilja láta kalla sig konur og hún/þær í dómssal.

Virðingarleysið algert.

dómurinn


Bloggfærslur 10. september 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband