31.8.2025 | 09:42
Spottar nýnasistinn vitgranna stjórnmálamenn?
Leiðtogi nýnasista skipti um kyn og var sendur í kvennafangelsi. Menn velta vöngum yfir hvort hann geri grín að vitgrönnum þingmönnum og nýsettum lögum í Þýskalandi um ,,kynleiðréttingu. Er nokkuð annað að gera, þau eru svo vitlaus!
Nýnasistinn Marla-Svenja Liebich var dæmdur í 18 mánaða fangelsi og afplánar í kvennafangelsi í Chemnitz, að sögn þýsku fréttastöðvarinnar Deutsche Welle.
Liebich er þekktur hægriöfgamaður í Þýskalandi. Hann hefur verið einn af forystumönnum nýnasistasamtakanna Blood og Honor. Nafn þess kemur frá slagorði nasista Hitlers, ,,Blut und Ehre", þ.e. blóð og dýrð.
Þýskir stjórnmálamenn á villigötum, líkt og þeir íslensku
Liebich var áður þekktur sem Sven Liebich. Hann breytti nafni sínu og lagalegu kyni eftir að hann var dæmdur í fangelsi. Varð allt í einu kona, eins og hendi væri veifað. Kjánaleg lög bjóða upp á kjánalegan gjörning.
Fyrri ríkisstjórn Þýskalands þrýsti í gegn lögum sem gera mönnum kleift að breyta lagalegu kyni sínu með tilkynningarferli. Þú getur skipt um kyn einu sinni á ári. Hugmyndafræðin og lífsskoðun fárra blómstrar.
Mikið uppnám er í Þýskalandi vegna gruns um að Liebich dragi dám að þýskum lögum, og ekki síður þeim heimsku þingmönnum sem samþykktu lögin, og sæktist eftir að vera í kvennafangelsi. Einnig óttast menn að Liebich muni ógni kvenföngum. En vitgrannir þingmenn hafa engar áhyggjur af því, allt fyrir lífsskoðunina að menn geti skipt um kyn.
Aðgerðir Liebich hafa vakið umræður um hvort endurbæta eigi lögin um ,,kynleiðréttingu. Ef það er heil brú í þeim þingmönnum sem hugsa um þetta þá afnema þeir þessi vitlausu lög, kynrænt sjálfræði.
Afnema á lög um kynrænt sjálfræði um allan heim. Þetta eru ósannindi að menn geti skipt um kyn, skapar meiri vanda en leysa.
Það er vanvirðing við konur að karlmenn hafi aðgang að einkarýmum þeirra, íþróttum og fangelsi í gegnum kjánaleg lög.
Yfirgangur ákveðinna karlmanna, sem margir segja að sé veikir á geði, er augljós þegar að lög um kynrænt sjálfræði er annars vegar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)