Annað hvort beygjum við okkur fyrir kröfu sjálfsmyndarstjórnmála um þögn eða krefjumst tjáningarfrelsis

Nokkrar kærur og málaferli hafa verið í gangi gangvart konum sem neita að gefa kvennabaráttuna upp á bátinn fyrir karlmönnum sem skilgreina sig sem konur. Þeir hafa verið mjög árásagjarnir í þessum athöfnum sínum og hika ekki við að draga konur í réttarsal til að þeir, karlarnir, hafi betur.

Víða um heim hafa konur mátt þola yfirgang þeirra, því sjálfsskilgreining á víst að vera rétthærra en réttur kvenna. Réttindi kvenna víða um heim er í hættu, m.a hér á landi, í Danmörku, Ástralíu, Noregi, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada.

Átökin á milli sjálfskilgreininga stjórnmála og kvenna fjallar um að beygja sig fyrir kröfum aðgerðasinna um algera friðhelgi – og lýðræðislegra nauðsyn þess að geta spurt spurninga. Konur hafa ekki mátt segja sannleikann, staðreyndir án þess að vera kallaðar öllum illum nöfnum.

Í Bretlandi segir karldómari, sem telur sig konu, sjálfsagt að karlar mæti á kvennaklósettið. Þegar hann var spurður af hverju kyngervlar noti ekki klósett merkt fötluðum svaraði hann því til að enginn hefði spurt fatlaða. VORU KONUR SPURÐAR?

Hann, Nadia Jakobsen, dró Lotte Ingerslev inn í réttarsal í Dannörku fyrir rangkynjun. Hann var ósaáttur við að hún drægi upp fortíð hans í máli og myndum.

Menn geta ekki bæði krafist sérstakrar tillitssemi í krafti sjálfsmyndar og um leið krafist þess að vera útilokaðir frá gagnrýni. Þegar einstaklingur tekur sæti í landssamtökum og setur fram umdeildar leiðbeiningar verður viðkomandi að þola að almenningur rannsaki og meti bakgrunn þinn og hvatir.

Auðvitað eiga allir sem vettlingi geta valdið að berjast gegn þögguninni sem stjórnvöld, lífsskoðunarfélagið trans Samtökin 78, vók fréttamiðlar og einstaklingar beita.

467031687_861622526146525_9083849227163790077_n


Bloggfærslur 30. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband