Nei fóbía er það ekki

Mönnum sem hugnast ekki samlíf sam- og tvíkynhneigðra hafa mátt þola að vera kallaði fóbískir. Af hverju dettur fólki það í hug er mér hulin ráðgáta.

Því miður er orðið fóbía, trans- og hommafóbía, ofnotað og löngu búið að gjaldfella hugtakið.

Mönnum er frjálst að hafa ólíkar skoðanir, líka á trans-hugmyndfræðinni. Af ólíkum ástæðum velur fólk að fylgja ekki þeirri hugmyndafræði og í samfélögum er það heimilt.

Þeir sem eru sakaðir um fóbíu, sérstaklega þegar trans-hugmyndafræðin er annars vegar eru sagðir fáfróðir. Það byggir á veikum grunni.

Þegar trans-hugmyndafræðin er annars vegar eru menn meðvitaðir um hvað gengur á, andstæðingar hugmyndafræðinnar eru ekki fáfróðir.

Árásir á samkynhneigða eða kyngervla, kasta í þá persónulegum ónotum og jafnvel gelta að fólki, er að sjálfsögðu ólíðandi hegðun. Því skal haldið til haga að trans-aðgeðrasinnar eru í engu betri þegar kemur að slíkri hegðun.

Einu réttu skoðanirnar

Víða um heim er orðið fóbía notað um skoðanir fólks. Þeir sem halda því fram telja sínar skoðanir þær einu réttu.

Hafi einhver þá skoðun að Indverjar séu myndarlegra, heilt yfir, en Nígeríumenn er það þá fóbía gagnvart þeim síðarnefndu. Nei það er skoðun.

Er það fóbía ef einhverjum finnst marglitað hár, grænt, gult, fjólublátt, ekki fallegt á stúlkum. Nei, það er skoðun.

Það er ekki fóbía þegar fólk bendir á að barn fæðist ekki í röngum líkama, það er byggt á staðreyndum. Að kalla þá sem þekkja staðreyndirnar fóbíska er órökrétt.

Það er ekki fóbía að fólk bendi á að orðið kona eigi við um fullorðin kvenkyns einstakling, það byggist á líffræðilegri staðreynd.

Losum okkur við stóru orðin og ofbeldið

Ef þú fagnar umburðarlyndi og fjölbreytileika verður að vera pláss fyrir fólk sem hefur mismunandi sýn á lífið, svo framarlega sem það bitnar ekki á öðrum. Nú þegar hafa konur og stúlkur mátt blæða fyrir fjölbreytileikann og umburðarlyndið. En hjólin snúast afur í rétta átt, hægt og rólega.

Menn gleyma því að umburðarlyndi og fjölbreytileikinn gengur í báðar áttir. Þeir sem eru hlynntir samböndum sam-og tvíkynhneigðra verða að sætta sig við að það eru ekki allir á þeirri skoðun.

Og það er í góð lagi.

 


Bloggfærslur 3. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband