Hún er ekki kærð fyrir ofbeldi, ekki fyrir hótanir heldur fyrir að segja sannleikann

Það er skrýtin veröld sem við lifum í. Kona kærð fyrir að segja sannleikann í Danmörku.

Nú er baráttan ekki bara um kyn. Þetta er árás á það heilagast sem við eigum, réttinn til að tala út frá raunveruleikanum.

Í fyrsta sinn í sögu Danmerkur fara þeir inn í lagalegt landslag þar sem ríkið vill ekki bara ákveðna hvernig við högum okkur heldur líka hvað við eigum að segja, og það sem er verra því sem við eigum að trúa.

Eitt af því sem borgar hvers lands eiga að gera er að sýna kurteisi og virðingu. En það er allt annað ef lögin krefjast þess að við tölum gegn eigin vitneskju, reynslu og sannfæringu.

Eiræðisríki

Í Sovétríkjunum var hægt að refsa mönnum ef þeir sögðu að uppskeran mistókst. Í Austur-Þýskalandi gat maður lent í fangelsi fyrir að staðhæfa að múrinn verndaði ekki fólkið heldur hélt þeim innilokuðum. Í öllum einræðisríkjum hefur ríkið krafist þess að borgararnir kyngi og endurtaki lygina.

Þeir þurfa ekki einu sinni að trúa henni, svo lengi sem þeir gefa sig. Nú sjáum við fyrstu skrefin í Danmörku. Ef dómstólar byrja að dæma fólk fyrir að segja það sem allir sjá, þá er Danmörk ekki lengur réttarríki.

Það byrjar alltaf með ,,einu litlu máli." En það er alltaf aðeins byrjunin. Fyrst er fólk neytt til að þegja, síðan eru menn neyddir til að segja hið gagnstæða við það sem þeir vita er satt.

Ef ríkið getur skrifað um þá staðreynd að eitthvað eins raunverulegt og líffræðilegt kyn sé breytilegt, getur það skrifað um allt. Um leið og við samþykkjum að sannleikurinn sé háður löggjöf, erum við búin að samþykkja að frelsi sé ekki lengur réttindi, heldur eitthvað sem hægt er að afturkalla.

Frelsi til að tjá sig

Frelsi deyr ekki með látum, heldur með litlum lögfræðilegum breytingum þar sem okkur er sagt að þetta „sé bara kurteisi.“ En kurteisi sem er þvingað með lögum er ekki kurteisi, það er hlýðni. Og hlýðni gagnvart lygi er ekki eitthvað sem við höfum aðeins lesið í bókum Orwells. Við sáum það í máli Páls Vilhjálmssonar þegar tekist var á um tjáningarfrelsið. Í Danmörku er það mál Lotte Ingerslev sem sótt er til saka fyrir að kalla karlmann hann.

Réttarríki byggir á því að lög hvíli á sannleik og raunveruleikanum, og óháð því hvað fólk finnst um kynvitund, verðum við öll að vera sammála um að ekki eigi að neyða neinn til að ljúga fyrir ríkið. Því að ef sannleikurinn er refsiverður, hvað í fjandanum er frelsi þá?

Auðvitað á ekki að refsa Lotte Ingerslev fyrir að segja það sem skynjun hennar, reynsla og skynsemi segir henni. Refsingin ætti að falla á þá sem vilja neyða hana og okkur til að ljúga um staðreyndir.

Lögmenn í Bretlandi mega segja sannleikann

Nýlega féll dómur í Bretlandi þar sem lögmönnum er heimilt að tala um kvengervla sem hann. Það er ánægjulegt að sannleikurinn hafi sigur, sérstaklega þegar um ofbeldi gagnvart konum er að ræða og nauðgun. Hingað til hefur verið bannað að nota rétt kyn um kvengervla í réttarsal í Bretlandi og víða um heim er það enn bannað.

Við þurfum ekki að líta lengra en til Noregs þar sem tveir karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, nauðguðu 14 ára gamalli stúlku og kröfðust að vera kallaðir ,,hún“ eða ,,þær“ af lögmönnum og í fjölmiðlum. Nauðganirnar verða skráðar sem afbrot kvenna.

 


Bloggfærslur 14. ágúst 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband