6.7.2025 | 08:14
Ekki af því þeir eru trans- af því þeir eru karlmenn
Paula Scanlan var ein af stúlkunum í sundliði háskólans í Pennsylvaníu (UPenn) sem kvartaði þegar karlmaðurinn William Thomas birtist allt í einu árið 2019. Hann kynnti sig sem sjálfskilgreinda ,,trans-konu og sagðist eiga að deila baðklefa, þjálfa og keppa á móti konum. Hann er stór að vexti, herðabreiður og vöðvastæltur karlmaður með kynfæri karlmanns.
Hann krafðist að vera kallaður hún af hinum, sem sagt með kvenkynsfornafni. Síðan hélt hann áfram og sagði að þær gætu kallað hann ,,Will þangað til hann hefði ákveðið kvenmannsnafn. Síðar valdi hann nafnið ,,Lia.
Paula hélt í fyrstu að þetta væri grín, því þetta var of mikið af því góða. En svona var þetta. Lia Thomas nakinn í baðklefa stúlknanna um átján sinnum í viku. Vera hans kallaði fram ótta og mikil ónot hjá hinum. Stelpurnar urðu fyrir andlegu ofbeldi og þvingaðar til að láta sem hann væri ein af þeim. Samkvæmt Paula var þeim hótað af háskólaráðinu sem gaf skýr skilaboð, að ef þær sættust ekki á þetta myndu þær iðrast og aldrei fá vinnu ef þær töluðu um málið eða létu fjölmiðla vita af því. Þvingunaraðgerð ef svo má að orði komast.
Samt sem áður talaði Paula og talaði opinskátt um þetta, fyrst nafnlaust en síðar undir eigin nafni. Nú er hún þekkt sem sú sem varaði við slagsíðu trans-hugmyndafræðinnar. Hún hefur útskýrt mál sitt fyrir þinginu.
Hlustið á hana í þessu stutta myndbandi, og hafið hugfast segir Elin P. Gregusson að Íþróttasamband Noregs finnst réttlætanlegt að meðhöndla karlmenn eins og þeir séu konur á sama hátt, nema ekki í elítuflokkum. Því miður er þetta víðar svo.
UPenn hefur nú tekið U-beygju, sem betur fer. Bannað karlmenn frá kvennaíþróttum, ekki af því þeir skilgreina sig sem trans heldur af því þeir eru karlmenn. Við skulum hafa það á hreinu þó margir blaðamenn vilja láta í veðri vaka að bannið sé vegna upplifunar karlanna að þeir séu konur.
Skerðir réttindi trans-kvenna
Nei svona ákvörðun skerðir ekki réttindi þeirra sem skilgreina sig sem konu. Hér er verið að vernda konur og stúlkur, rétt þeirra til sanngjarnar keppni. Keppni á jafnréttisgrundvelli. Umræddir karlmenn geta keppt í karlaflokki þar sem þeir eiga heima svo það útilokar þá enginn frá íþróttaiðkun.
Ljóst er, að háskólar og íþróttafélög verða að búa til sérstakan trans-flokk og leyfa þeim sem skilgreina sig annað en þeir eru að keppa gegn hvorum öðrum. Það er sanngirni. Það er jafnrétti. Karlmenn eiga ekkert erindi í kvennaíþróttir.
En umræðan er á fullu og það er óskandi að menn taki afstöðu með stúlkum þegar kemur að iðkun íþrótta á jafnréttisgrundvelli. Landslið kvenna í fótbolta er gott dæmi um þann mun sem er á stelpum og strákum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)