Hlutdræg lögregla á Akureyri

Það er í reynd ótrúlegt að menn þurfi að upplifa hlutdræga lögreglu. 

Með hlutdrægni, eins og segir frá í þessari grein, missa menn réttinn til að fjalla um ákveðin mál. Sá næsti sem verið kærður af trans Samtökunum 78 eða einhverjum sem tengist þeim hlýtur að hafa efasemdir um heilindi lögreglunnar á Akureyri.

Í upphafi skýrslutöku segir rannsóknarlögreglumaður að efni kærunnar endurspegli ekki þeirra skoðun eða afstöðu. Annað hefur komið á daginn í máli bloggara. Trans-fáninn hangir á lögreglustöð Akureyrar og með því sýnir lögreglan afstöðu. Greinilega afstöðu. 

Hér er fjallað um hversu langt lögreglan gengur erinda trans Samtaka 78 til að misþyrma borgurum. Ein sýkna, þrjú mál í bið, eitt hjá lögreglunni á Akureyri sem hefur sýnt afstöðu.

Í lögum um lögregluna segir skýrt, litabreyting er bloggara:

III. kafli. Skyldur lögreglumanna og framkvæmd lögreglustarfa.
 13. gr. Almennar reglur.
 1. Handhafa lögregluvalds ber að sýna árvekni í starfi sínu og kunna glögg skil á skyldum sínum og þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir.
 2. Handhafa lögregluvalds ber að rækja starfa sinn af kostgæfni og samviskusemi og ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þeir skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur...

521187759_768405352527697_1185828880265091710_n


Bloggfærslur 22. júlí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband