9.5.2025 | 06:13
Konurnar þurftu vernd á fundinum
Í miðborg Melbourne, laugardaginn 26. apríl 2025, þurfti hindranir og 200 lögreglumenn frá Viktoríuríki, þar á meðal óeirðasveitina, til að vernda um 80 konur á Women Will Speak fundinum.
Hinu megin víggirðinganna voru um 450 róttækir trans-aðgerðasinnar, margir grímuklæddir. Notaðar voru horn og trommur til að trufla viðburð kvennanna. Þeir voru fleiri en fundarmenn, sungu, brenndu ástralska fánann og lokuðu götum í þeim tilgangi að stöðva fundinn.
Þrátt fyrir að konurnar hinum megin víggirðingarinnar voru eldri vinstrisinnaðir femínistar, verkalýðsleiðtogar, hjúkrunarfræðingar, kennarar, lesbíur og foreldrar barna sem líður illa í eigin skinni sungu trans-aðgerðasinnar um ,,hægrisinnaða fasista.
Lögreglan leyfði fundi kvennanna í klukkustund. Vegna óláta í trans-aðgerðasinnum sem köstuðu eldflöskum í átt að konunum, og lentu í átökum við lögreglu, var óskað eftir að konurnar styttu fundinn.
Róttækur trans-aktívismi og þöggun kvenna
Róttækir trans-aðgerðasinnar reyna að þagga niður í konum á götum úti, í dómssölum og í fjölmiðlum.
Sambærilegur kvennafundur Let Women Speak var haldinn á tröppum þinghússins árið 2023, en sá fundur ógnaði ferli Moira Deeming, þingmanni frjálslyndra í Viktoríuríki og kostaði ástralska blaðamanninn Julie Szego starf sitt hjá The Age.
Fjölmiðlaumfjöllun af viðburðinum 2023 var einhliða. ABC og vinstrisinnaðir miðlar sögðu þingmanninn vera ,,anti-trans og stimpluðu ræðumennina Kellie-Jay Keen og Moira Deeming sem ,,stuðningsmenn nýnasista.
Stjórnmálaleiðtogar Viktoríuríkis Johan Pesuttor (Frjálslyndum) og Dan Andrews (Verkamannaflokknum) rægðu og skömmuðu Moira og í framhaldi af því allar konurnar sem mættu á fundinn.
Umfjöllunin varð áströlskum konum áþreifanleg viðvörun; Segðu frá skerðingu á kynbundnum réttindum kvenna og þú hættir starfi þínu og orðspori. (Minnir á Ísland og viðbrögð kennara á Akureyri)
Það þurfti hugrekki til að mæta á fundinn í ár og horfast í augu við illsku trans-aðgerðasinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)