Þegar börnin eru ekki í sambandi

Ein ósýnileg áhrif trans-hreyfingarinnar er aðskilnaður fjölskyldunnar. Í Ástralíu hitti ég konu sem hefur aldrei hitt barnabarnið sitt, einfaldlega vegna þess að hún trúir ekki að karlar geti verið konur. Nýlega snæddi ég kvöldverð með vini mínum, sem bauð fólki í heimsókn sem horfir á trans-hreyfinguna með gagnrýnisaugum og þegar ég spurði hvort eitthvert þeirra hefði misst sambandið við börnin sín, réttu þau öll upp hönd segir Graham Linehan.

Að falla inn í hópinn

Í The True Believer kannar Eric Hoffer hvernig fjöldahreyfingar leitast oft við að slíta einstaklinga frá núverandi félags- og fjölskyldulegum tengslum til að efla óbilandi hollustu við málstaðinn. Hann bendir á að slíkar hreyfingar þrífast á ,,algjörri uppgjöf einstaklingsins" og hvetur fylgjendur til að leggja persónulega sjálfsmynd sína undir sameiginlega heild. Þetta ferli felur oft í sér vísvitandi veikingu eða slit á fjölskylduböndum, þar sem þessi persónulegu tengsl geta keppt við kröfu hreyfingarinnar um algera hollustu/hugmyndafræðilega einingu.

Graham óskaði eftir að heyra frá foreldrum barna sem völdu að hafa ,,ekkert samband.“ Síðan þá hef ég fengið fjölda skilaboða frá sorgmæddum foreldrum, öll eins, öll ólík. Sögurnar sem á eftir koma er vitnisburður um þöglan sársauka sem margar fjölskyldur þurfa að þola. Fleiri sögur fylgja í kjölfarið á næstu dögum.

Graham Linehan sem safnaði þessum heimildum, þakkaði öllum þeim hugrökku foreldrum sem deildu sögum sínum; raddir ykkar skipta máli og þú ert ekki einn segir hann.

Fyrsta sagan

Sértrúarsöfnuðurinn hrifsaði son okkar 15 ára gamlan. Við héldum áfram í 15 ár í viðbót, þar sem hann skiptist á að búa á sófum ókunnugra og kom svo aftur til okkar.

Með leynilegri hjálp systur sinnar, sem var samsek, lauk hann limlestingum frá toppi til táar 18 mánuðum eftir að hann hætti að tala við okkur og tilkynnti það í talskilaboðum í nóvember 2021. Skömmu síðar skar systir hans á öll tengsl okkar við barnabarnið.

Börnin okkar tvö þjáðust líka í þessari þrautagöngu. Við reynum að láta okkur líða sem best og höldum móralnum uppi.

En ég er vansæl innra með mér og vil að Guð varpi birtu í kringum mig.


Bloggfærslur 19. maí 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband