LGBT+ Danmark vill takmarka tjáningarfrelsi fólks

Samtökin, LGBT+ Danmark, vinna að því hörðum höndum að fá tjáningu sem kallast ,,Pre Crime“ í dönsk lög. Lögfræðingur samtakanna er þar á fullu. Í ágúst á síðasta ári var viðtal við lögfræðinginn sem samtök lögfræðinga tók  við hann. Þar sagði hann; ..Við [þ.v.s. LGBT+ Danmark] óskum eftir að hatursorð og áreitni verði skrifað sem sjálfstæðar greinar í lögun.“  Lotte Ingerslev sagði frá þessu.

Í lagastefnu LGBT+ í Danmörku má sjá óskir lögfræðingsins endurspeglast. Eitt af pólitískum markmiðum samtakanna er: ,,Gerir það mögulegt að skrá hatursdrifna áreitni sem sjálfstæðan glæp í hegningarlögum."


Þetta eru mikil vonbrigði - og svolítið ógnvekjandi. Spyrill Lögmannafélagsins (ónefndur) spyr engra gagnrýnna spurninga af neinu tagi. Viðtalið virðist næstum eins og kynning á LGBT+ Danmörku, sem væri verðugra að hafa í Billed-Bladet.

Þetta hljómar eins og LGBT+ Danmark vilji sama ástand og ríkir í Bretalandi. Það má furðu sæta því nú hefur USA gert alvarlegar athugasemdir við skerðingu á tjáningarfrelsinu í Bretlandi og víðar í Evrópu, ekki að ósekju.

Þegar dómur Hæstaréttar Bretlands er svo hafður til hliðsjónar má vissulega setja spurningarmerki við svona ólög sem lögfræðingurinn vill fá, en hann á hagsmuna að gæta.

 

 


Bloggfærslur 28. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband