Enginn stjórnmálamaður fagnar með konum og stúlkum

Enginn stjórnmálamaður fagnar dómi Hæstaréttar Breta. Konur og stúlkur fengu réttindi sín aftur, en kyngervlar hafa krafist skerðinga á réttindum kvenkynsins. Engum stjórnmálamanni á Íslandi finnst sigur stúlkna og kvenna þess virði að fjalla um hann.

Sú herferð sem stjórnmálamenn eru í gegn konum og stúlkum til að þóknast örhópi og færa honum sérréttindi, á kostnað kvenna, virðist hugnast þeim vel. Passar vel inn í dyggðarskreytingu stjórnmálamannsins.

Þingmenn hafa í gegnum lög frá Alþingi haldið konum og stúlkum niðri. Líka þeir stjórnmálamenn sem þykjast vinna fyrir konur. Viðreisn, Vg, Píratar og Samfylkingin eru allt flokkar sem setja trans-hugmyndafræðina ofar réttindum kvenna sem þeir gefa skít í. Kannski gerir Flokkur fólksins það líka!

Þögnin, er hún til að neita staðreyndum, eru stúlkur og konur öruggar í framtíðinni með þessa flokka við stjórnvölinn?

Þegar Hæstiréttur hefur ákveðið að aðeins líffræðileg kona er kona þá gildir það. Kvengervill er ekki kona.

Að konur hafi þurft í dómsmál, og alla leið til Hæstaréttar, til að fá úr því skorið hvað kona sé og endurheimta réttindi sín, er sök stjórnmálamanna, elíturnar sem styður kyngervla og samtök þeirra sem og fjölmiðla sem hafa tekið þátt í að gera lítið úr konum og stúlkum.

Kvenfyrirlitning og hatur í garð kvenna

Kvenfyrirlitningin í trans-hugmyndafræðinni er svo sterk að fólk virðist ekki geta meðtekið hana.

Í London ákváðu kyngervlar og aðgerðasinnar að mótmæla því að kona er kona. Þar ríkti mikið kvenhatur. Ástæðan er að konur vilja halda í réttindi sín og vera laus við kvengervla á svæðum sem ætluð eru konum.

Svo lengi sem það finnast hópar á netinu, þar sem tugþúsundir manna safnast saman til espa hvorn annan upp og til að beita ofbeldi, hvetja til nauðgunar, tilrauna til manndrápa og dráp á konum verða konur að vera lausar við kvengervla.

Trans-aðgerðasinnar sýna aftur og aftur hve mikið hatur þeir bera í garð kvenna.

Stjórnmálamenn bera hér gífurlega ábyrgð með þeim lagasetningum sem þeir hafa farið með í gegnum þingin, á kostnað kvenna.

Kvengervlar reyna með öllum ráðum að komast inn í kvennarými í stað þess að tala og berjast fyrir eigin svæðum. Það segir konum allt sem segja þarf.

Kvennabaráttan er öðru vísi

Það er athyglisvert að á engum tímapunkti hefur baráttan fyrir réttindum kvenna sýnt hatur gagnvart karlmönnum hvað þá að takmarka tjáningarfrelsi þeirra.

Athugið, aldrei hefur baráttan fyrir réttindum kvenna birst sem hatur á körlum, eða löngun til að svipta þá frelsi sínu til að tjá sig eða hafa af þeim einkarými eða nokkru öðru, aldrei. Baráttan hefur aldrei snúist um að karlar séu beittir ofbeldi, kynferðisofbeldi, nauðgunum, morðtilraunum eða myrtir. ALDREI.

Munurinn er gríðarlegur.

 


Bloggfærslur 27. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband