22.4.2025 | 06:35
Dóttir mín fór í ríkisstyrkta umbreytingarmeðferð
Þetta er þriðja greinin af fimm sem mæður skrifa vegna árs afmælis Cass skýrslunnar. Allar mæðurnar misstu börn sín í trans-hugmyndafræðina og hafa ákveðið að segja sögu sína. Feitletrun og milli fyrirsagnir er þýðanda.
Trans-áhrifavaldar fengu dóttur mína til að halda að hún væri strákur. Til að skilja ástand hennar varð ég að kafa ofan í trans-heiminn á netinu sem hún var svo upptekin af.
Dóttir mín er greind, kvenleg og viðkvæm stúlka Hún átti erfitt í skólanum á kynþroskaskeiðinu. Hún einangraði sig frá vinum og eyddi miklum tíma á netinu. Trans-áhrifavaldar áttu hug hennar allan. Hún hreifst líka að efni um félagsleg réttindi eins og Black Lives Matter og Pride. Hún eignaðist vin á netinu sem reyndist kyngervill /trans.
Þegar samfélagið lokaðist á Covid tímanum fór allt úrskeiðis og félagsmótun hennar færðist á netið.
Ég talaði við sálfræðing og hinsegin ráðgjafa sem báðar töldu þetta áfanga: Hún var unglingur og þau gera tilraunir. Okkur var ráðlegt að staðfesta kynsegin sjálfsmynd hennar og nota þar til gerð fornöfn í stað ,,hún og ,,hana. Ég sætti mig við það.
Leitaði ráða
Ég leitaði samt ráða og leiðsagnar sem allar enduðu hjá LGBT+ Danmörku. Hér hló ég að orðabókinni með 72 kynjum, sem var fáránlegt í mínum augum. Ég hafði lesið Judith Butler á námsárunum, þannig á fullorðinsaldri sá ég allar leiðbeiningarnar og ráðin sem voru byggð á hinsegin kenningum, jafnvel sett fram sem almenn þekking. Hinsegin fræði er fræðileg og heimspekileg nálgun sem á uppruna sinn í Bandaríkjunum þar sem kyn er talið vera félagsleg uppbygging. Það er að segja karl sem segist líða eins og kona sé kona, alveg jafn mikið og kona.
Fyrir 13 ára dóttur mína var erfitt að skilja blæbrigði kynjamálsins. Kennarar hennar og sálfræðingar fóru að vísa til hennar sem ,,þeir og við fylgdum eftir. Við gengum svo langt að panta bindi. Bindin eru notuð til að fletja út brjóstin til að láta líta út sem stúlka sé ekki með brjóst. Vegna þrýstings á rifbeinin getur það haft áhrif á öndun, rifbein, vöðva, lungu og bak og það má ekki nota bindið meira en 6-8 tíma á dag. Þrátt fyrir þetta urðu samskiptin lítil og hún einangraði sig á herberginu.
Notaði netið til að afla sér þekkingar
ÉG leitaði á netinu til að öðlast þekkingu um kynvitund og uppgötvaði heim hugmyndafræðilega hinsegin fræðsluefni. Á TIKTOK og Youtube voru myndbönd af áhrifavöldum, læknum, sálfræðingum og frægu fólki sem talar um hversu gott, hugrakkt og lífsstaðfestandi það væri að vera kyngervill.
Sérstaklega má geta Dr. Sidhdh Gallagherer lýtalæknis sem sýndi sig með stolta sjúklinga sína, allt ungar stúlkur og konur sem höfðu farið í brjóstnám af því þær skilgreindu sig karlgervil eða kynsegin. Aðgerð sem þeir kölluðu skammstöfun og toppskurðaðgerð, en ekki það sem það er í reynd; brjóstnám eða aflimun bjrósta.
Áhrifavaldarnir
Ég er nokkuð viss um að dóttir mín hafi orðið fyrir áhrifum af myndböndum læknisins eða sumra sjúklinga hennar.
Ég rakst líka á unga áhrifavalda sem deildu trans-ferðalagi sínu með hormónum og skurðaðgerðum í leit að því að vera ,,ekta sjálf og veittu á sama tíma mikla ,,þekkingu. Einn þeirra Jamie Dodger; Samúðarfullur og heillandi karlgervill (kona sem vill vera karl) sem að mínu mati, talar eyrun af fólki.
Sem fullorðin og trúlaus kona þvertók ég fyrir skýringar hans um kynvitund, sem voru annað hvort bundnar við töfra hugsun, hugmyndina um kynbundna sál eða staðalímyndir kynhlutverka.
Nú er ég ekki ung og rugluð stelpa, heldur fullorðin kona og móðir sem barðist sjálf við staðalímyndir kynjanna, svo ég keypti ekki hinsegin fræðilegu skilaboðin og leitaði frekar.
Í trans-samfélaginu var höfundur Harry Potter, J.K. Rowling einn stærsti óvinurinn (ef ekki sá stærsti) og allir segja að hún sé trans-fóbísk og maður eigi ekki að hlusta á hana. Ég las eftir hana og ég sá enga trans-fóbíu í því.
Reyndar var ég sammála öllu sem hún skrifaði.
Stærsta opinberunum sem ég hins vegar fékk var þegar ég rakst á Lisu Kittmann og fyrirbærið sem hún lýstir ROGD, Rapid Onset Gender Dysphoria. Þá fyrst skildi ég þroska dóttur minnar. Nafnið þýðir nefnilega ,,skyndilegt upphaf kynama og það lýsir fyrirbæri þar sem ungt fólk (sérstaklega stúlkur/konur) fá skyndilega ónot í eigin skinni, oft á kynþroska aldri án einkenna í æsku og oft vegna félagslegs smits.
Það passaði nákvæmlega við dóttur okkar, sem var ógnvekjandi.
LGBT+ Danmörk og vonbrigðin
Í leit minni að leiðsögn hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með hversu litað LGBT+ Danmörk var í nálgun sinni á kyni og kynhneigð. Þeir þegja þegar kemur að ,,detransitions (þ.e. þeim sem sjá eftir kynskiptum) og ROGD.
Ég er líka vonsvikin með danska fjölmiðla. Það eru til óteljandi þættir um trans-fólk en ekkert um ROGD, ekkert um þá sem sjá eftir og ekkert um félagslegt smit.
Barnarás Danska ríkissjónvarpsins, Ultra, hefur t.d. framleitt myndband þar sem ljúf ung kona útskýrir kynvitund sem staðreynd og vísar rugluðum börnum og ungmennum til LGBT+ Danmörk. Þeim er líka vísað til Félags um stuðning við trans-börn (FSTB) og á samtökin Kyn og kynlíf sem ég tel mjög hugmyndafræðileg, öll með tölu.
Sem dæmi skrifa samtökin Kyn og kynlíf: ,,Hvað þýðir að vera trans? Sumt fólk er ekki og vill ekki vera það kyn sem þeim er úthlutað við fæðingu. Og FSTB trúir því að börn geti verið kyngervill og að jafnvel ung börn ,,viti að þau fæddust í ,,röngum líkama.
Fullorðins útskýringar fyrir börn
Þetta eru hinsegin fræðilegar fullyrðingar hjá fullorðnum og það kemur mér á óvart að DR, sem greitt er af samfélaginu, vísar börnum og ungmennum til þessa stofnana. Allt trans-efni sem DR framleiðir sé ég sem ríkisstyrktan hinsegin áróður.
Sama má segja um LGBT+ Danmörku, Kyn og kynlíf og FTSB sem öll eru ríkisstyrkt, en án þess að við sem samfélag gerum kröfur um sönnunargögn og hlutleysi í starfi.
Opinberir sjóðir styðja upplýsingaherferð sem gefur börnum, ungmennum og okkur foreldrum þá tilfinningu að ónot í eigin skinni stafi af því maður er ,,fæddur í röngum líkama og að hamingjan bíði handan við kynskipti. Mér finnst það algjörlega óábyrgt þegar rannsóknir benda til þess að flestir muni í raun vaxa upp úr ónotunum í eigin líkama og að hér sé um félagslegt smit að ræða.
Fjölskyldumeðferð
Að lokum fórum við í fjölskyldumeðferð þar sem dóttir okkar fékk aðstoð við að koma tilfinningum sínum í orð. Á þessu tímabili var hún skoðuð frekar og fékk einhverfu greiningu sem skýrði margt.
Þegar kyn bar á góma hættu öll samskipti. Einhverfan veldur að ágreiningur er oft álitinn skortur á samþykki og hatri, og af þeirri ástæðu var erfiðara að eiga samskipti við hana. Það hefur ekki hjálpað að margir trans-áhrifavaldar segja hiklaust að ,,Ef foreldrar þínir samþykkja ekki (í blindni) trans-sjálfsmynd þína, hata þeir þig. Þeir ljúka máli sínu á; ,,En við erum fjölskyldan þín núna- glimmerfjölskyldan þín.
Hvarf smá saman
Dóttir okkar sökkti sér æ meira ofan í þessa áhrifamenn á netinu. Henni versnaði; Svaf á daginn og vakti á næturnar.
Einn daginn tilkynnti hún okkur að hún væri strákur.
Þar hætti ég að styðja þetta og nota ekki fornöfnin sem hún óskaði eftir. Eiginmaður minn hafði líka áhyggjur. Við sögðum henni að hún fengi ekki hormón.
Dóttir mín var reið allan tíma. Kannski hélt hún að við hötuðum hana. Við foreldrarnir gengum á eggjaskurn. Ég vaknaði oft með dúndrandi hjartslátt og grét mig í svefn eftir seinni daginn sem hún sagðist vilja í ,,toppaðgerð snip snip! og vildi hormóna.
Hún var ekki hún sjálf og hegðun hennar breytt. Hún þuldi sömu möntrurnar sem ég hafði heyrt frá trans-áhrifavöldum. Það var heilt handrit og sem góður nemandi kunni hún það utanbókar.
Þegar ég deildi áhyggjum mínum í skólanum afhentu þeir mér engu að síður bækling frá FSTB (hvaðan fengu þeir hann?).
Leitaði til fagaðila, bent á hugmyndafræði félög
Þegar ég leitaði til einhverfu sálfræðinga sá ég að þeir notuðu Normstomerne (hugmyndafræðilegt félag sem býr til fræðsluefni) til að kenna um kynhneigð og kynvitund einhverfra, eða tjáðu sig mjög hugmyndafræðilega sjálfir.
Það var ómögulegt að vera vísað annað er til félaga og samtaka sem kynntu hinsegin kenningar gagnrýnislaust í ,,ráðgjöf sinni. Svekkt með tilfinninguna að vera ein í heiminum fór ég aftur á netið og fann loks stuðning hjá sálfræðingnum Sasha Ayad, samtökunum Genspect og öðrum foreldrum í sömu sporum.
Sértrúarsöfnuður
Undanfarin ár hefur okkur tekist að halda samskiptunum við dóttur okkar opnum. Það er erfitt þegar barnið þitt endaði í ,,sértrúarsöfnuði sem getur náð til hennar á netinu og utan þess. Eftir því sem hún þroskast höfum við getað deilt meira af hugsunum okkar um kynvitund í rólegheitunum.
Við sjáum að líðan hennar batnar hægt og rólega í tengslum við kyn sitt og líkama. Og við höldum í vonina um framtíðina og að hún eyðileggi ekki líkama sinn.
En trans-sjálfsmyndin er enn stór hluti af lífi hennar og það verður ekki auðvelt fyrir hana að brjótast undan líkamsbreytingarmenningunni. Félagsleg umskipti er ekki hlutlaus athöfn án afleiðinga.
Ég veit þetta nú af reynslu, ekki bara tilfinning.
Þess vegna er það líka ótrúlegt að LGBT+ Danmörk þrýsti á um að banna ,,umbreytingarmeðferð gegn trans-fólki þegar það sjálft stundar það á svo háu stigi sem raun ber vitni. Þau kenna börnum og ungmennum sem eiga í erfiðleikum að kynskipti séu möguleg og að vanlíðan þeirra geti horfið ef þau ,,breyta og verða hitt kynið.
Trans-Samtök misnotað hugtakið, dóttir mín fórnarlamb þeirra
Þeir misnota hugtakið algerlega og nýta sér þá staðreynd að flestir Danir þekkja aðeins trúarlega ,,meðferð gegn samkynhneigðum og auðvitað eru þeir á móti slíkri misnotkun. En þetta er tvennt ólíkt. Það er ekki ,,umbreytingarmeðferð að rannsaka rót ,,kynflótta barns eða ungmennis eða bjóða upp á hópsamtöl eða meðferð fyrir þá sem glíma við ónot í eigin líkama, og hjálpa þeim að sættast við hann, án hormóna. Sem foreldrar, meðferðaraðilar og samfélag þurfum við að geta spurt spurninga þegar einhver hafnar líffræðilegu kyni sínu, sérstaklega þegar það felur í sér læknismeðferð og skurðaðgerð. Þetta er eðlileg rannsókn.
Dóttir mín er eitt af fórnarlömbum þeirra og ég fyrirgef þeim aldrei. Þó svo hún forðist læknismeðferð þá hefur hún eytt æsku sinni í hugmyndafræði sem hefur ekki gert henni neitt gott og sem ég tel vera djúpstætt kvenhatur.
Þegar Cass skýrslan kom út þýddi það heilmikið fyrir mig sem foreldri. Að hlusta á fagfólk koma með svona þýðingarmikið efni sem er faglega unnið, og segir að það sem við höfum alltaf hugsað og óttast, var mikill léttir.
Það hefur valdið miklum vonbrigðum að sjá hvernig danskir fjölmiðlar og stofnanir hafa hundsað skýrsluna. En eftir allt, er nokkuð við öðru að búast af þeim
Móðir sem styður vinstrið skrifaði þetta og hér má lesa greinina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)