15.4.2025 | 07:59
Sonur minn laðaðist að trans-heiminum á netinu sem hvatti hann til að slíta sambandinu
Hér kemur önnur grein frá foreldri barns sem lenti í transinu og nú var það netið sem hafði áhrif. Heilbrigðisstarfsfólk í þessum geira virðast ekki vakandi þegar kemur að einhverfum og geðveilum börnum og ungmennum. Finnst mönnum það ekki ámælisvert?
Gefum móðurinni orðið, feitletrun er ekki hennar.
Í skjölunum hans kemur fram að hann ,,geti ekki borið ábyrgð á eigin heilsu og öryggi og sé ekki hæfur sökum aldurs. Engu að síður er hann nú í hormónameðferð á vegum CKI kynstofunni.
Ég er móður ungmennis, manns með einhverfu sem fær skyndilega þá hugdettu, upp úr þurru, að hann vilji skipta um kyn.
Fram að því hafði hann verið ósköp venjulegur strákur.
Ég segi sögu mína nafnlaust, því samband mitt við soninn er afar viðkvæmt og ég vil ekki missa það.
Ég er sannfærð um að löngun hans til að skipta um kyn stafi af einhverfunni því þeim finnst oft að þeir séu öðruvísi. Einhverfu og meðfylgjandi tilfinningar er ekki hægt að ,,lækna með því að skipta um kyn eða fara í óafturkræfa hormónameðferð eða að mínu mati limlestingaraðgerðir.
Hefur áhyggjur af öðrum
Móðirin segist hafa áhyggjur af öðrum, börnum og ungmennum, eins og syni sínum. Hún hefur áhyggjur af að þau séu afvegaleidd af ýmsum hópnum á netinu í leit sinni að samfélagi sem þau tilheyra. Margt einhverft ungt fólk finnur samfélag á Reddit, í LGBTQ+ hópum eða í aðdáendamenningunni í kringum málaflokkinn. Í þessu umhverfi er komið á móts við að þau séu öðruvísi og einstaklingarnir finna samfélag sem þeir sakna.
En vandamálið er, þetta eru ekki heilbrigð samfélög. Hér staðfesta þau, að líklega séu þau ,,trans út frá eigin sögum. Þau gefa hvort öðru ráð og leiðbeiningar um hvernig eigi að hefja kynskipti eða hvernig á að bregðast við þeim sem staðfesta þau ekki.
Áhrifavaldar á netinu
Finna má mismunandi áhrifavalda á netinu sem hefur áhrif á þessa einstaklinga. Til dæmis Jeffrey Marsh, líffræðilegur karlmaður sem segist vera kynsegin. Hann hvetur ungt fólk til að slíta sambandi við foreldra sína.
Ungt fólk festist í orðræðu um að það eigi að fjarlægja sig frá hverjum þeim sem sýnir efasemdir eða varkárni- jafnvel eigin foreldra.
Samkynhneigður og án föðurímyndunar
Sonur minn er samkynhneigður og hefur ekki haft föðurímynd í lífi sínu, svo það eru margir þættir sem koma við sögu. Í rannsóknarskjölunum hans kemur fram að hann ,,geti ekki borið ábyrgð á eigin heilsu og öryggi og sé ekki hæfur sökum aldurs.
Hann er nú í hormónameðferð á einni af þremur kynfræðistofum (CKI) í Danmörku. Ég upplifi þau sem mjög hugmyndafræðilega drifin og fólkið þar sýnir ekki umburðarlyndi gagnvart foreldrum. Sonur minn er lögráða, hvað get ég gert?
Vantar varkárni hjá CKI
Það truflar mig að kynfræðistofan CKI sé ekki varkárari þegar sjúklingum með einhverfu og geðraskanir er boðin hormónameðferð og skurðaðgerðir. Ég skil ekki hvers vegna læknar sem starfa samkvæmt lögum geti gefið svona viðkvæmri manneskju, eins og syni mínum, krosshormóna.
Kynfræðistofurnar eru þrjár og þær vinna á mismunandi hátt þegar kemur að hormónagjöfum. Hver fær og hver ekki. Á spjallborðinu Transnord skrifa notendur að það sé mun auðveldara að fá hormón hjá CKI Álaborg en hinum tveimur og menn ættu að óska eftir tilvísun þangað.
Í nýbirtum samráðssvörum við nýjum leiðbeiningum um ,,kynleiðréttingu má sjá mjög ólíkar skoðanir hjá CKI stofunum. Stofan í Álaborg sker sig þar úr, nánast engar áhyggjur er að finna hjá stofunni. Á stofunum í Óðinsvéum og Kaupmannahöfn lýsa menn áhyggjum yfir gildrunni sem einhverfa er. Samtök einhverfra og Asperger hafa hringt viðvörunarbjöllum.
En á meðan blæðir móðurhjartað. Í fjögur ár hafa martraðirnar haldið áfram um að missa son minn í þessari tilraun. Ég verð aldrei heil aftur eða systkini hans.
Ég vildi að ég gæti varað son minn við. Að ég gæti talað við hann, hjálpað og stutt á annan hátt, en því miður hoppaði hann á ,,no contact hugmyndina. Hann lítur ekki á mig sem einhvern sem getur stutt hann því ég hef verið gagnrýnin og bent á að þetta sé ekki rétt leið fyrir hann. Ég hef líka sagt honum að einhverfan sé með í spilinu og að það sé óhollt að vera í nethópum.
Vinalaus, nema á netinu
Hann hefur ýtt öllum gömlum vinum í burt og á í dag enga aðra vini en þá sem hann hefur hitt á netinu.
Mér hefur tekist að halda smá sambandi, en aðeins vegna þess að við vorum náin áður. En ég þori ekki lengur að sýna efasemdir mínar svo ég neyðist til að virða án samþykkis og vona að hann fari ekki í aðgerð.
Ég er sannfærð um að sonur minn sjái eftir þessu einn daginn.
Sá dagur mun renna upp að menn þurfi að svara fyrir sig; Stjórnmálamenn, læknar, geðlæknar, sálfræðingar, kennarar, málstjórar og aðrir. Heilbrigðisráðuneytið, sjúklingavernd og fjölmiðlar og aðrir sem hafa leitt son minn í þessa blekkingu með því að játast hugmyndum hans í blindni.
Liðhlaupi, hver tekur þá við honum
En hver tekur við honum þegar hann verður einn af ,,liðhlaupunum, hinum svokölluðu afskiptu sem hafa sett líkama sinn og líf í tilraunameðferð án nokkurra sönnunargagna á bak við tilraunina? Svarið er ég; móðir hans! Allir aðrir standa í biðröð við vaskinn! Þegar það gerist munu ,,vinir hans á netinu gufa upp eins og dögg fyrir sólu.
Ég hefði aldrei lifað þessa martröð af ef ég hefði ekki fundið stuðningsnet foreldra í sömu stöðu. Ég hef daglegt samband við þau. Við rífum hvort annað upp þegar málin verða of erfið eða óviðráðanleg.
Mín von er, að við hættum að bjóða ungu fólki með heilbrigðan líkama hormónameðferð og skurðaðgerðir og að í staðinn hjálpum við þeim að skilja sjálfa sig. Ég vona líka að við getum brotið upp staðalímyndir samfélagsins þannig að það sé pláss til að vera sá sem þú ert- án þess að þurfa að vera á lyfjum eða skera í líkamann.
Hér má lesa grein móðurinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)