Dóttir mín vildi kynleiðréttingu sem skyndilausn vegna geðrænna vandamála

Hér á eftir kemur frásögn móður sem missti næstum því dóttur sína í transið. Hún lýsir hvernig þetta gekk fyrir sig og hvernig danskar stofnanir og heilbrigðisstarfsfólk vann gegn foreldunum. Feitletrun er ekki móðurinnar.

Gefum móðurinni orðið, upprunalegu greinina má lesa hér;

Þeir sem hafa ekki kynnt sér hvað krosshormónameðferð felur í sér geta yfirleitt ekki séð vandamálið við að verða ,,trans". Þeir vilja bara vera réttu megin í pólitíkinni. En þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir tala um.

Óhamingja dóttur minnar hófst á kynþroska aldrinum. Breytingar á líkamanum fóru illa í hana og tilfinningarnar urðu erfiðar. Sama með félagslífið. Hún einangraðist.

Einn daginn brotnaði hún niður. Við leituðum til þjónustunnar fyrir einmanna ungt fólk. Henni var vísað á Barna- og unglingageðdeild eftir spjall við starfsfólkið. Hún var skoðuð af fagfólki og fékk greiningu; Asparger (breyttist síðar í ofsóknargeðklofa). Á sama tíma létu hugsanir um að hún væri ,,strákur“ á sér kræla.

Talaði um að vera trans

Í samtölunum við starfsmenn Barna- og unglingageðdeildarinnar talaði hún mikið um að vera trans og þegar hún varð 15 ára var henni vísað á kynskiptastofu.

Þetta var gegn okkar vilja.

Við foreldrarnir litum svo á að vanlíðan hennar væri vegna greiningarinnar og hún leitaði auðveldra lausna á vandanum. Hún hafði séð á netinu að maður gæti orðið allt annar ,,bara“ við að taka lyf og fara í aðgerð. Hún heillaðist af tilhugsuninni- svo auðvelt var það að hafa áhrif á dóttur mína. En af því hún var orðin 15 ára höfðum við foreldrarnir ekkert að segja.

Viðtöl á kynfræðistofnuninni fór fram á kóvid-tímanum. Samtöl við hana og okkur foreldrum boðið í sum þeirra.

Okkur var boðið á fjölskyldudaga þar sem Samtök við transbörn (FTSB) mættu. Ramminn hjá þeim er játandi nálgun væri eina leiðin til að mæta transgendersisma og ekkert talað um heilsufarslegar afleiðingar (sem við á eigin spýtur höfðum aflað okkur). Við ákváðum að taka ekki þátt, héldum að það myndi styrkja löngun hennar að fara þessa leið.

Ferlið

Á meðan ferlinu stóð á kynfræðistofnuninni er henni- gegn okkar vilja- vísað á deildina á Bispebjerg sjúkrahúsinu til að fá skýringar á hvort hægt sé að meðhöndla hana með hormónum. Hún var alvarlega þunglynd og í geðrofi á þeim tíma og þeir mega ekki meðhöndla hana. Henni er svo vísað frá stofnuninni með þeim orðum að hægt sé að vísa henni þangað aftur þegar hún er eldri og hefur dafnað.

Þrátt fyrir að vera vísað frá, án meðferðar, breyta stofnanir hegðun sinni gagnvart henni þegar þær hitta hana; kalla hana strákanafni og spyrja hvað hún vilji heita. Það var líka í pappírum hennar. Þetta er sveitarfélagið, geðlækningar og heilbrigðisþjónustan. Ég hef farið með hana í skoðun hjá kvensjúkdómalækni og þeir kölluðu hana inn með strákanafni. Það var mjög furðulegt.

Svo hélt þetta áfram

Þegar veru hennar lauk hjá Barna- og unglingageðdeildinni var hún flutt yfir í OPUS sem er meðferðarúrræði fyrir 18-35 ára börn með geðrofssjúkdóma. Hér fær hún góða meðferð við geðklofa. Því miður heldur hún áfram umræðunni um trans og þau byggðu undir það. Þeir boðuðu okkur í viðtal í sitthvoru lagi til að ræða ,,kynvitund“ hennar.

Ég var erfiði aðilinn, var efins og á móti meðferð. Fundurinn sem í reynd var fyrirsát var með mér, meðferðaraðila, dóttur minni og læknis. Enginn hlustaði á áhyggjur mínar. Þeir vildu bara sannfæra mig um að staðfesta meðferðina sem myndi ekki hafa nein áhrif eins og upplýsingar mínar gæfu til kynna. Óhætt að láta stelpuna í hormónameðferð. Þau töluðu síðan saman og að lokum sagði læknirinn harkalega og niðurlægjandi við mig ,,þetta snýst ekki um hvað ÞÚ vilt!“ Þarna sat ég og sýndi einlæga umhyggju fyrir frjósemi dóttur minnar og heilsu og þá fékk ég slík skilaboð!

Á endanum vísaði OPUS dóttur minni á kynfræðistofnunina Center for Gender Identity (CKI), áður en þeir slepptu henni.

Aðkoma kennara

Samhliða meðferðinni átti dóttir mín góðan ,,félaga“ í gegnum sveitarfélagið- félagsfræðikennara sem hefur fylgst með henni frá því hún veiktist og þar til nú. Hún er besti kennari í heimi og hefur hjálpað dóttur minni mikið. Hins vegar hefur kennarinn aldrei vilja kalla dóttur mína strákanafni. Hún sagði við dóttur mína ef að hún léti breyta sér myndi hún nota strákanafn. Dóttir mín brosti að því og þær töluðu ekki meira um það. Það þyrftu fleiri að vera eins og kennarinn þarna úti!

Sleppir trans-hugmyndinni

Við 19 ára aldur sleppur hún loks hugmyndinni um vera trans því hún fékk meðhöndlun við geðklofanum. Hún fékk skólatilboð í framhaldsskóla, þriggja ára nám. Þar mætti hún sem stelpa.

Hún fór að nota brjósthaldara í stað bindis yfir brjóstin, málaði sig og fór í kjóla. Leyfði hárinu að vaxa. Hún komst að því að öðru ungu fólki líkaði við hana og sumum fannst hún jafnvel mjög aðlaðandi!

Þegar fyrsta viðtalið hjá CKI kynfræðistofnuninni var boðað hafði hún sleppt hugmyndinni að vera ,,karlmaður.“ Hún vildi ekki hormónameðferð eða skurðaðgerð svo meðferð hennar lauk. Síðan þá hefur hún ekki litið til baka.

Stúlkan í dag

Hún er 22 ára gömul, hefur sætt sig við líkama sinn og vill vera móðir einn daginn. Hún er ánægð með brjóstin og kringlótta rassinn sinn. Henni finnst hún aðlaðandi og virðuleg. Þetta er andstaða við það sem áður var þegar sjálfsmynd hennar var brotin og hún hataði sig. Lengi vel leið henni svo illa að persónulegt hreinlæti var ekki gott. Ég efast að fólk hafi þurft að horfa á hana með röngum gleraugum.

En að hitta annað berskjaldað ungt fólk, eins og hana sjálfa, sem faðmar hana og líkar vel við hana skiptir miklu máli og skyndilega skorti ekki stað fyrir hana til að tilheyra. Það hefur líka þýtt að trans-hugmyndafræðin er ekki mikilvæg fyrir hana lengur.

Hræðilegt sem foreldri

Þrátt fyrir að þetta hafi endað vel var það hræðilegt að vera foreldri barn með trans löngun, því það hlustaði enginn ef maður var efins.

Ég hef upplifað að starfsfólk hrópaði á mig vegna þess að ég vildi ekki vísa í hana sem ,,hann.“ Ég hef neitað þessu afdráttarlaust vegna þess að ég taldi þetta ekki þjóna hagsmunum hennar. Mín tilfinning var rétt!

Það var nákvæmlega það sem ég hélt, óhamingja hennar vegna greiningarinnar sem var ástæðan fyrir lönguninni til að skipta um kyn. Þessi ósk hvarf þegar hún varð heil! Hún er ekki ,,fædd í röngum líkama.“

Mun samfélagið skaða barnið okkar

En árin hafa verið okkur foreldrunum erfið, áhyggjur og óvissu hvort samfélagið myndi skaða barnið okkar- án þess að við gætum nokkuð gert til að koma í veg fyrir það.

Þeir sem hafa ekki kynnt sér hvað þýðir að fá ,,kynleiðréttingu“ sjá yfirleitt ekki vandamálið við að verða ,,trans.“ Þetta á við um opinberar persónur, stjórnmálamenn og herra og frú Hamburgerback. Fyrir marga vilja þeir bara gera pólitískt rétt svo þeir halda að allt sé í lagi og ,,það sé gott að standa með því hver maður er.“ Þeir munu styðja það ef það gagnast þeim sjálfum með umtali, velvilja og atkvæðum! En! Þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að tala, þeir grenja bara með kórnum. Að fara með straumnum eins og læmingjar.

Áróður transhreyfingarinnar

Villandi áróður LGBT+ Danmörk gerir ástandið ekki betra. Þeir krefjast sérstakrar tillitssemi frá hægri og vinstri. Þeir myndu jafnvel kenna börnum kynvitund í skólum. Og ef þú segir eitthvað sem trans heiminum líkar ekki þá eru transfóbískur og TERF.

Þeir skjóta sig í fótinn að halda því fram að transgengerismi sé eitt. Á einum tímapunkti vísaði LGBT+ Danmörk meira að segja fólki í DIY hormónameðferð erlendis og fóru fram hjá danska heilbrigðiskerfinu.

Því miður hefur árásargjörn nálgun þeirra neikvæðar afleiðingar fyrir allt það LGBT fólk sem vill bara lifa í friði. Hvað sem því líður hef ég sjálf misst alla virðingu fyrir aktívistahlutanum segir móðirin að lokum.


Bloggfærslur 11. apríl 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband