7.3.2025 | 09:41
Tvenn dönsk barnalæknasamtök stíga fram vegna lyfjameðferða barna
Það eru margir óvissuþættir þegar aukaverkanir hormónalyfja er annars vegar segja talsmenn samtakana.
Kristeligt Dagblad tók viðtal við yfirlækninn Kirsten Arntz Boisen, formann Ungdomsmedicinsk Udvalg i Dansk Pædiatrisk Selskab, og yfirlækninn Nina Tejs Jørring, sem fer fyrir i Børne- og Ungdomspsykiatrisk Selskab.
Samtökin gagnrýna leiðbeiningar Landlæknis um meðhöndlun fólks sem líður illa í eigin skinni.
Samtökin hafa sent inn álit vegna breytinga á nýjum lögum vegna fólks með ,,kynama. Hvatt er til varúðar. Sett er ofan í við embætti landlæknis, þar á bæ hafa menn ekki tekið tillit til nýjustu þekkingar á málaflokknum sem fram hefur komið á undanförnum árum. Menn vita meira í dag en fyrir 5 árum sem dæmi Cass skrýrslan.
Samtökin tala um tilraunarmeðferðir á börnum af því maður veit ekki nóg um langvarandi aukaverkanir af völdum lyfjanna.
Talsmaður transbarna
Formaður félags transbarna, sem á sjálfur barn sem hefur farið í gegnum þessar hremmingar, segir að ummæli læknasamtakanna séu barnaleg. Hann segir það barnalegt að halda að læknar geti framkvæmt einhver inngrip án aukaverkana eða áhættu. Hann er sem sagt tilbúinn að leggja, ekki bara sitt barn í þessa hættu, heldur annarra manna börn líka. Hann segir líka það barnalegt að halda að engar aukaverkanir séu af engri meðhöndlun.
Þeir sem aðhyllast trans hugmyndafærðina segja að ekkert sé að börnum sem finna fyrir ónotum í eigin líkama eða halda fram að þau séu ,,fædd í röngum líkama. Eðlilegt ástand. Standist það skoðun, af hverju þarf læknisfræðileg inngrip hjá þessum börnum?
Íhlutun heilbrigðiskerfisins er vegna kvilla hjá mannfólkinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)