6.3.2025 | 07:53
Fór stjórnandi/kennari í skóla á Suðurlandi yfir mörkin?
Það bárust fréttir, kennari í litlum skóla á Suðurlandi sýndi 11 ára nemendum óviðeigandi efni í svokallaðri kynfræðslu. Móðir stúlku birti færslu í hópi sem fjallar um klámvæðingu í samfélaginu. Vitað er, að í gegnum samfélagsmiðla birtist börnum klám, alls konar. Þegar sumar skólabækur eru skoðaðar, bækur sem standa börnum til boða í kennslustofunni og á skólabókasafni, sést að þær jafn slæmar og það klám sem bitist börnum á samfélagsmiðlum. En hver ber ábyrgð á því?
Lét skólann vita, en var hundsuð
Umrædd móðir hafði látið kennarann vita, hún kærði sig ekki um þá fræðslu sem hann ætlaði að bjóða upp á. Þættirnir eru norskir og voru sýndir á Ruv. Leyfum móðurinni að lýsa þessu með eigin orðum; ,,Tölvupóstur var sendur til foreldra kl.11 til að hvetja okkur að skoða þáttinn og leyfa eða banna okkar barni að sjá hann. Ég svaraði neitandi kl.11:30. Þegar ég spurði hana eftir að hún kom heim staðfesti dóttir mín að þeim hefðu verið sýndir fyrstu þrír þættirnir. Kennarinn lét krakkana trúa að foreldrar þeirra hefðu samþykkt sýningu og þar með þyrftu allir að horfa; mættu ekki fara frá.
Til hvers að senda svona fyrirspurn til foreldra þegar ekkert er gert með niðurstöðuna?
Í einum af þáttunum er talað um lim karlmanns og að um hann liggi margir taugaendar og það sé gott að fitla við hann. Með orðunum sýna þeir liminn þar sem kóngurinn er úti. Við erum að tala sem 11 ára gömlum börnum var sýnt.
Þegar pósta átti myndinni á samfélagsmiðla kom tilkynning, myndin er fjarlægð. Þykir óviðeigandi. Í alvöru, 11 ára gömul börn horfa á hana í skólanum.
Skáldið skrifaði á síðuna sína
Kristján Hreinsson skáld ásamt mörgum hafa ekki legið á skoðunum sínum þegar kemur að klámvæðingu innan skólakerfisins. Vissulega er munur á kennurum, þeir ráða ferðinni og efninu sem notað er og sýnt í kynfræðslu. Skáldið segir;,, Skólakerfið er í dag afar lélegt kerfi sem státar að ráðgjafahlutverkum og sérfræðingasúpu. Hreinu og kláru bulli er troðið að börnum í gegnum vókisma, hvorugkynssýki og klámvæðingu. Þorgrímur Þráinsson er þverfræðingur í þessu máli. Hann greinir vandann og bendir á að keisarinn er klæðalaus. Þann sannleika vill fólk ekki sjá.
Tilgangur fræðslunnar
Það er ljóst að kennari getur frætt börnin um sama efni og er í þáttunum, en á mun mildari hátt. Það er tvennt ólíkt að kennari spjalli við börnin út frá námsefni sem er ekki jafn gróft og þessir þættir. Menn ræða um að svona þættir séu forvarnir, en mörg 11 ára gömul börn eru ekki tilbúin né undirbúin fyrir svona óviðeigandi lifandi myndefni.
Lestu hvað móðir stúlkunnar segir; ,, Strax í fyrsta þætti eru myndir af alvöru fólki og kynfærum í notkun, sýnikennsla um sleik, sjálfsfróun, samkynja kynlíf o.s.frv. allt á jákvæðum nótum, með hvatningu til að prófa. Hvernig í ósköpunum getur skólinn kallað þetta varnir eða kennslu þegar flestir krakkar á þessum aldri eru ekkert að pæla um kynlíf?
Kvartað til stjórnenda
Þegar foreldrar kvarta til stjórnenda um fræðslu sem þau kæra sig ekki um fyrir börn sín, hvort sem það er kynfræðsla af þessu tagi eða trans hugmyndafræðina grípa þeir til Aðalnámskrá grunnskóla. Vissulega stendur í námskránni að fræða beri börnin um þessi mál, en ekki hvernig.
Margir kennarar hafa þekkingu og hæfni til að ræða þessi mál við ung börn án þess að gera það með svo grófum hætti eins og móðirin lýsti.
Sama með kynvitund fólks, kennarar geta séð um þá fræðslu. Það þarf ekki utanaðkomandi pólitísk hagsmunasamtök til að fræða börn um jafn einfalda hluti. Slík samtök eiga ekki að hafa aðgang að skólabörnum sem kennarar og stjórnendur hafa í umsjá í nokkrar klukkustundir á dag. Sveitarstjórnarmenn eiga að hafa vit á að halda svona samtökum frá skólum hvers sveitarfélags úr því fagfólk innan skólanna hefur það ekki.
Fyrst og fremst eiga stjórnendur og kennarar að bera virðingu fyrir vali foreldra í þessum málaflokki. Það skilur þá góðu og þá slæmu að sem starfa í skólakerfinu.
Fjárfestum í kennurum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)