29.3.2025 | 07:52
Vestræn pólitísk rétthugsun kostar líf kvenna og réttindi
Það sýnir sig í Evrópu, að vilji er fyrir hendi að neita óþægilegum staðreyndum, líka þeim sem hafa afleiðingar fyrir stúkur og konur. Staðreyndin er, að öryggi stúlkna og kvenna er ógnað í samfélagi sem lítur á sjálft sig sem land jafnréttis og innleiðingar. Það á líka við í Danaveldi, segir Birgitte Baadegaard.
Lífi kvenna ógnað víða um heim
Það er ekki bara í fjarlægum löndum sem kvenkyninu er ógnað, það gerist í Evrópu og Danmörku. Viða um heim má drepa niður fæti, Afganistan; konur eru þyrnir í augum karlanna. Í Írak má gifta 9 ára stúlkur. Ein af hverjum 66 í Shara deyr af völdum meðgöngu og fæðingar. Í Asíu er talið að það ,,vanti um 60 milljónir kvenna af því stúlkubörn voru borin út eða dóu sökum umhyggjuleysi og hungurs.
En í okkar eigin litlu andartjörn, Vesturlöndum og Evrópu, á sér stað annars konar kúgun. Kúgun sem er til staðar vegna skjalfests ofbeldis sem nýlega komu til, ógnandi réttinda til fóstureyðinga og skipulögð misnotkun á konum og stúlkum sem eiga sér stað í gegnum (líkamleg og sýndar) net bæði í Frakklandi, Þýskalandi og öðrum löndum. Þessi kúgun er lúmskari og þar með líka hættuleg, vegna þess að hún á sér stað í nafni þátttöku og er studd af stjórnmálamönnum, samtökum og fjölmiðlum, þar á meðal í lögum, reglum, fréttagreinum og tungumáli:
Í Englandi var ungum stúlkum nauðgað markviss og skipulega af mönnum sem lögreglan þorði ekki að hafa afskipti af ótta við átök.
Í Danmörku og Svíþjóð er það sama upp á teningnum. Áfallareynsla stúlkna og kvenna skiptir minna máli en þráin eftir friði, reglu og (opinberu) samræmi. Lögreglan þvær hendur sínar af málum.
Í dönskum lögum hefur orðið kona verið fjarlægt og kona nú er skilgreind ,,einstaklingur með leg og ,,einstaklingur með kvenlegan brjóstvef. Í Ástralíu og á Bretlandi eru réttarhöld í gangi þar sem tekist er á um hvað kona sé.
Í stórum fjölmiðlum eins og New York Times er vísað til kvenna sem ,,ekki trans" þ.e. 50% þjóðarinnar eru nú skilgreind af fjölmiðlum af minnihluta fæddra karla sem kalla sig konur. Í Danmörku notar Politiken fyrirsögnina ,,Í fyrsta skipti er það kona eins og Alex Monette Consani sem hlýtur titilinn fyrirsæta ársins" Þetta segir blaðið í umfjöllun sinni um sigur trans konu í fegurðarsamkeppni fyrir konur. Og DBU (eins og KSÍ) trúir því að ,,hver manneskja viti best hvernig eigi að bera kennsl á sig" líka þegar kemur að fótbolta í kvennaflokki.
Lífi kvenna er ógnað af stjórnmálalegri rétthugsun
Það hefur sýnt sig víða í Evrópu að menn eru tilbúnir að slökkva fyrir staðreyndir, henti þeim það, þrátt fyrir að slíkt kosti fyrir líf kvenna og stúlkna. Þversagnakennda afleiðingin er sú að tilverurétti stúlkna og kvenna og (lagalegt) öryggi er einmitt ögrað í þeim samfélögum sem telja sig vera jöfnust. Þetta á einnig við um Danmörku.
Þegar málefni sem hafa sérstaklega afleiðingar fyrir líf stúlkna og kvenna eru hunsuð eða gerð ,,pólitískt smekklegri" af samtökum, fjölmiðlum og stjórnmálamönnum, er það hlutdrægni. Það er kynjahlutdrægni. Það er hlutdrægni gegn konum. Í nafni þátttöku. Og ef við getum ekki talað opinskátt um þessa óþægilegu staðreynd mun þúsund ára saga okkar haldast: ójöfn kjör kvenna heldur áfram. Vegna þess að það eru engar líkur á að hvorki einstaklingar né kerfi breytist ef við getum ekki talað opinskátt um staðreyndir.
Þetta á við hvort sem um er að ræða skipulagðar (hóp)nauðganir, þvegin lögreglumál, áskoranir í núverandi frásögn um kyn, gerð lagatexta og laga, eða gagnrýnislausar fyrirsagnir og málnotkun fjölmiðla í greinum.
Staðreyndin er: Ef stjórnmálaleg sýn, þar á meðal í Danmörku, er ótengd við raunveruleikann, en samt haldið við af stjórnmálamönnum, fjölmiðlum og samtökum er það vandamál í lýðræðislegu samfélagi. Við verðum að geta talað opinskátt um þá staðreynd að stúlkur og konur eru berskjaldaðar á þessum tímum- líka í Evrópu.
Og við verðum að geta talað um þá staðreynd að þær eru sérstaklega afhjúpaðar vegna opinberra frásagna sem eru ekki tengdar (hluti af) raunveruleikanum því nei, raunveruleikinn er ekki bara þannig. Það eru líka margir aðrir góðir straumar - sem betur fer. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að undirliggjandi mynstur sem ég lýsi hér er til staðar og við verðum að geta talað opinskátt um það.
Þögn, forðast átök og sniðganga sannleikann kostar líf stúlkna og kvenna, velferð og réttindi alls staðar á Vesturlöndum á hverjum einasta degi líka hér á landi. Það er löngu kominn tími til að sjá mynstrið. Ekki til að skamma einstaka hópa, heldur til að fleiri sjái undirliggjandi mynstur: Við stöndum frammi fyrir lýðræðislegri áskorun vegna þess að stjórnmálamenn, stofnanir og fjölmiðlar eru tilbúnir til að afbaka veruleika borgaranna til að viðhalda tálsýn um samfélag sem er ekki alveg eins ákjósanlegt og það er sett fram, segir hún að lokum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)