Danska ríkissjónvarpið þurrkar út ummæli, íslenska ríkissjónvarpið talar ekki um málið

Hver einn og einasti sem tjáði sig, undir frétt DR 1 um karla í kvennabolta, sögðu að þeir vilja ekki karlmenn í kvennaíþróttir. Þeir upplifðu að ríkismiðillinn fjarlægði athugasemdirnar, og það á nokkrum sekúndum.

En þá þarf bara að búa til eigið innlegg segir á síðu Julie Hansen.

Stelpurnar eru ekki spurðar hvor þær vilji þá sem eru líffræðilegir karlar/drengir í liðin þeirra, t.d. í fótboltann þar sem slíkt skiptir verulegu máli hvort kynin þú fæddist.

Fædd stúlka í strákaliði mun sjaldan valda usla því í langflestum, ef ekki öllum tilfellum, yrði hún veikasti hlekkurinn. Svo ef það bitnar á einhverjum er það á henni sjálfri.

En fæddur drengur í stelpuliði er einfaldlega ekki íþróttamannslegt og mjög ósanngjarnt. Þeir hafa fleiri vöðva, sem eru í senn sterkari og stærri, þeir geta hlaupið lengra og hraðar. Það er munur á karlmannlíkama og kvennalíkama.

Þetta er svo óréttlátt gagnvart stelpunum.

Það er ógeðfellt að um leið og þvinga á stelpurnar til að taka á móti þessum körlum, sem skilgreina sig sem konur, þannig að þeir séu í búningsklefanum og Nei þetta eru ekki samkynhneigðir menn en stór hluti þeirra er gagnkynhneigðir. Þeir eru sem sagt líffræðilegir karlar sem klæða sig eins og konur og vilja hafa mök við konur. Svo geta þeir setið í búningsklefanum og gefið nöktum stúlkum auga.

Hvar í fjandanum er tillitsemin við konur?

Menn velja að taka tillit til fámenns hóp, sem transið er, en gefur skít í stelpurnar!

Á Íslandi er staðan engu betri

Hér á landi er staðan ekki eins slæm og víða annars staðar. Reyndar tilheyra tvö met sem féllu í nafni ,,kvenna“ skráð hér á landi. Kona mun aldrei slá þau met því þær hafa ekki þann styrk sem til þarf og munu aldrei hafa.

Íþróttasamband Íslands lagði félögum sínum reglur, þeir ákveða sjálfir hvernig þetta á að vera. Til viðmiðunar nota þeir reglur að utan frá 2021.

En syndin er, að það þurfi yfirhöfuð að ræða þetta. Karlmenn eiga ekki að koma inn í kvennaíþróttir burtséð frá skilgreiningu sinni, hvorki hér á landi sé í útlöndum. Lögin um kynrænt sjálfræði kom þessum óskapnaði af stað.

Íþróttafréttamenn fjalla aldrei um óréttlætið sem felst í að blanda körlum, sem skilgreina sig sem konur, í kvennaíþróttirnar. Þegar boxarinn síkáti, barði stúlkur á ÓL s.l. sumar átu íþróttafréttamenn hér á landi upp rullu trans-samfélaga. Vegabréfið laug og þá var allt í lagi. Skráning er mannanna verk. Líkaminn er sköpun sem ekki verður breytt.

484089908_1066148998883188_2162210093085985682_n


Bloggfærslur 26. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband