Loksins kemur bráðnauðsynlegt uppgjör vegna ruglaðra kenninga um konur og karla

Tillitssemi við vók pólitísk viðhorf hefur haft öfug áhrif í mörgum löndum. Má þar nefna fullyrðingar um að kynin séu fleiri en tvö og að ,,karlar" geti orðið óléttir, sem og leyfi fyrir karla sem segjast líða eins og konu að taka þátt í kvennaíþróttum.

En nú er uppreisn gegn þessu brjálæði farin að breiðast út. Í Danmörku, Bandaríkjunum og nú síðast einnig í Svíþjóð.

Sænska ríkisstjórnin segir nei við breytingum á fóstureyðingalögunum

Í Svíþjóð hefur ríkisstjórnin ákveðið að tala um konur í fóstureyðingarlögunum. Þar voru uppi hugmyndir um að fjarlægja orðið ,,kona“ úr lögunum. Í stað orðsins ,,kona“ átti að standa ,,sá sem er óléttur.“ En ríkisstjórnin stendur fast á sínu, kona skal standa.

Sama í Noregi, orðið kona stendur áfram í fóstureyðingalögunum, en hópur manna reyndi að breyta því.

Maður hefði haldið að þetta væri augljóst. En á þessum tímum þar sem rétttrúnaðar herjar úr öllum áttum inn í vók pólitíkina er ekkert öruggt.

Réttur konunnar til fóstureyðingar

Réttur kvenna til fóstureyðinga var festur í lög árið 1975 í Svíþjóð. Það var mikilvægt skref í átt að jafnrétti kvenna og karla. Breyta þarf lögunum því konur geta nú fengið lyf til fóstureyðingar í stað líkamlegs inngrips sem var venjulega leiðin. Lögin í dag gera ekki ráð fyrir þessum breytingum.

Nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar kom með tillögu að nýjum lögum. Nefndin lagði m.a. til að orðið ,,kona“ myndi víkja fyrir hugtakinu ,,sá sem er ófrískur.“

Þrír stjórnarflokkar ásamt Svíademókrötum segja NEI.

Þeir vilja ekki fjarlægja orðið ,,kona“ úr fóstureyðingalögunum. Um málið skrifa fjórar konur úr flokkunum í Aftonbladet. Stjórnmálakonurnar telja breytinguna skemma fyrir jafnréttisbaráttu kvenna. Skynsamar konur svo ekki er meira sagt. Hið sama verður ekki sagt um íslenska stjórnmálamenn.

Líka í Danmörku

Þetta uppgjör við vók pólitíska rétttrúnaðinn á sér einnig stað í Danmörku. Dönsku fóstureyðingarlögin hafa verið kynhlutlaus í 10 ár.
Í Danmörku sigraði hinn pólitíski rétttrúnaður, þegar dönsku fóstureyðingalögin voru gerð kynhlutlaus með samsetningum eins og ,,sá ólétti" og ,,manneskja með leg."
Bakgrunnurinn fyrir þessum kynhlutlausu samsetningum í dönsku fóstureyðingarlögunum eru lögin um kynrænt sjálfræði, sem voru samþykkt árið 2014. Þessi lög veita mönnum engan rétt umfram að breyta skráningu sinni, það kom fram á danska þinginu.

Lögin þýða, að kona sem upplifir sig sem karlmann getur fengið nýja kennitölu samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði og nafn. Þá kallast hún trans maður.

En svona konu, segja rétttrúnaðarsinnar, getur maður ekki talað um sem konu í fóstureyðingalögunum. Þess vegna var orðinu ,,kona“ skipt úr með kynhlutlausu orðfæri í lögunum. Margir telja þetta yfirgang fárra.

Sophie Løhde: stoppum kynhlutleysi í fóstureyðingalögunum

En nú er uppreisn í Danmörku. Kynhlutleysi skal út úr lögunum og orðið kona á að koma aftur inn í lögin. Þetta segir heilbrigðisráðherra Sophie Løhde.

Nýju reglurnar um fóstureyðingar eiga ekki að vera kynhlutlausar. Þess vegna skrifum við orðið kona inni í reglur heilbrigðislaganna um fóstureyðingar og ófrjósemiaðgerðir skrifaði Sophie Løhde í grein sem Berlingske birti.

Almennt uppgjör gegn vók pólitískum rétttrúnaði finnst í nokkrum löndum

Réttindi svokallaðra trans karla og kvenna hefur farið yfir eins og flóðbylgja í hinum vestræna heimi. Þetta er hluti af því sem kallast vók- eða bergmálshellir.

En krafa um breytingu dreifir sér

Í Bandaríkjunum barðist Donald Trump fyrir því að endurskoða réttindi trans fólks. Hann sagði einnig að fjarlægja ætti karla úr kvennaíþróttum. Í kosningabaráttunni, ásamt strangri innflytjendastefnu og lægra verði, vógu þessi orð þungt: Það eru aðeins tvö kyn: karlkyn og kvenkyn.

Margir Bandaríkjamenn voru sammála og kusu Trump – jafnvel þótt þeir kunni að vera ósammála jákvæðu viðhorfi hans til Rússlands. Það má segja að Úkraínumenn borgi gjaldið fyrir slaka innflytjendastefnu og vók viðhorf pólitíska rétttrúnaðarins fyrri ríkisstjórnar.

Uppgjör í Danmörku

Í Danmörku finnur fólk fyrir uppgjöri gegn bergmálshellinum. Nýlega lagði nefnd á vegum DBU (Íslenska KSÍ) fram tillögu um að karlmenn mættu spila í kvennaboltanum, ef þeir upplifðu sig sem konu. Margar konur, og aðrir baráttumenn fyrir stúlkur, fóru gegn þessu. Tillagan var felld með meirihluta í mörgum íþróttafélögum. Að hugsa sér, enn berjast stúlkur fyrir tilverurétti sínum í íþróttum.

Nú kemur stjórnin með nýjar reglur við fóstureyðingarlögin. Liður í að brjóta rétttrúnaðinn á bak aftur. Orðið kona á fullan rétt á sér þar sem lögin fjalla um kvenkyns einstakling, aðeins um konur.

Af hverju leyfilegt

Hvers vegna er það allt í einu leyfilegt að úthluta nýrri kennitölu? Maður getur undrast að mönnum hafi verið leyft að ,,breyta kyni“ og fólki úthlutað nýrri kennitölu samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði. Áður var það ómögulegt.

Það upplifðu konurnar sem urðu fyrir ofbeldi. Fyrir um 30 árum óskuðu nokkrar konur eftir nýrri kennitölu, það var eini möguleikinn þeirra til að forðast ofbeldisfulla karla og eltihrella. En stjórnvöld neituðu því. Það var ekki hægt að skipta um kennitölu hljómaði það þá.

Það segir eitthvað um hversu langt stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa gengið í samþykki sínu á rétttrúnaðar pólitískri harðstjórn með tilkomu laga um kynrænt sjálfræði.


En nú láta íbúar og stjórnmálamenn í nokkrum löndum í sér heyra. Því ber að fagna.

Heimild


Bloggfærslur 10. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband