1.3.2025 | 07:16
Hefndarhugur karlmanns, konur ekki með fordóma
Eins ótrúlegt og það hljómar dæmdi ástralskur dómari Sall Grover í óhag. Kom verulega á óvart. Hún áfrýjaði dómnum og málflutningur verður í apríl. Tapi hún verður það næsta dómstig. Hún segir að tapi hann muni hann áfrýja.
Nú hefur karlmaðurinn, Roxy, ákveðið að stefna henni aftur, í hagnaðarskini. Þegar hann uppgötvaði að á bak við hana stæði her manna, með fjármagn til að berjast gegn honum gerðist hann gráðugur. Hún heldur úti söfnunarsíðu.
Hann höfðaði annað mál, fer fram á tvöföldun skaðabóta. Þetta er persónuleg krossferð segir Sall Grover í viðtali sem má hlusta á hér.
Nú er að vona að hæfari dómari dæmi í báðum málunum og hafni öllum kröfum karlsins. Viðurkenna þarf að kona sé fullorðin kvenkyns einstaklingur, ekki karlmaður sem skilgreinir sig sem konu.
Reið út í stjórnmálamenn
Sall fer ekki í grafgötur með að hún er öskureið út í stjórnmálamenn fyrir að búa til svona kjánaleg lög. Að karlmaður sem skilgreini sig sem konu, hafi aðgang að kvennarýmum, íþróttum, fangelsum kvenna o.s.frv. Lögin hafa orðið til þess að lesbíur fóru undir jörðina segir hún, til að forðast karlmennina sem upplifa sig sem konur.
Það hefur farið af stað hreyfing í Ástralíu til að berjast gegn þessu. Auðvitað þarf þetta baráttufólk að komast á þing, þar sem lög eru ákveðin.
Barátta Sall og annarra kvenna, sem berjast á svipuðum nótum, er fyrir komandi kynslóðir kvenna. Að þær þurfi hvorki að sætta sig við né upplifa að karlmenn sem skilgreina sig sem konur hafi aðgang að einkarýmum þeirra og íþróttum. Með baráttunni heyrir það vonandi sögunni til.
Eftir tilkomu laga um kynrænt sjálfræði versnaði staða kvenna, því nú telja karlmenn sig eiga rétt á öllu því sem viðkemur konum. Í Danaveldi töluðu stjórnmálamenn skýrt, það fylgja engin réttindi þessum lögum, nema öðruvísi skráning í þjóðskrá.
Fordómar
Margir halda að um fordóma gegn karlmönnum, sem skilgreina sig sem konur, sé um að ræða. Nei það er ekki svo, réttindi kvenna eru undir.
Konum ber að varast fordóma en óttast ekki að setja skýr siðgæðismörk. Að auki þurfa þær að vera öruggar í trúnni án þess að hvika, það ber merki um staðfestu. Það hafa baráttukonur fyrir réttindum kvenna sýnt og segja.
Hér má hlusta á Sall þegar hún talar um að konur sé heilaþvegnar af þeirri vitleysu að karlar geti verið konur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)