9.2.2025 | 20:31
Skuldar Haraldur formaður leikskólakennara ekki foreldrum afsökun?
Margir fengu fyrir hjartað þegar Haraldur formaður leikskólakennara reyndi að egna foreldrum og leikskólakennurum saman þegar þeir síðarnefndu sóttu rétt barna sinna og sín. Ljóst er að þau höfðu rétt fyrir sér, a.m.k. að hluta. Verkfallið ólöglegt.
Nú velta menn ábyggilega fyrir sér hvort foreldrar, sem hafa orðið fyrir tekjumissi og orlofsdagamissi, geti sótt rétt sinn, að KÍ borgi þeim skaðabætur. Til þess þarf málsókn. Margir leikskólakennarar hafa líka haft uppi stór orð um foreldra sem vildu passa upp á rétt barna sinna og þeirra vistunarúrræðis sem þeir hafa. Sumt var þeim til skammar.
Því miður hefur KÍ eignast fleiri óvildarmenn með þessari baráttu sinni. Tilgangslausu baráttu að mati bloggara, ekkert bit í þessum verkföllum. En vonandi verður tekinn annar póll í hæðina eftir þessa rassskellingu.
Áfram gakk...!
![]() |
Ljóst mál að fólk mætir í vinnuna á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2025 | 09:16
Getur Bergsteinn Sigurðsson sótt heimildarmann sinn saka?
Fyrir nokkrum dögum fór frambjóðandi Lýðræðisflokksins fram á miskabætur vegna ummæla sem fréttamaðurinn Bergsteinn lét falla í þætti á Ruv, Forystusætið. Ummælin sem Bergsteinn fór með var áróður (í kosningabaráttu) í garð frambjóðandans og ekki sannleikanum samkvæmt. Hann tilkynnti þjóðinni m.a. að frambjóðandinn hefði verið handtekinn af lögreglu. Hefur aldrei gerst segir lögreglan.
Bergsteinn fréttamaður er varla svo illa innrættur að hann vilji fara með rangfærslur í sjónvarpi allra landsmanna. Bergsteinn er ekki nýr fréttamaður og veit, að þegar ábendingar koma frá þriðja aðila þá leitar vandaður fréttamaður að réttum heimildum eða fær þær staðfestar. Bergsteinn er ekki illa gefinn maður, það gefur bloggari sér, og því eru þessi vinnubrögð með ólíkindum. Er þetta það sem fréttamennska Ruv gengur út á, fara með rangar upplýsingar og lygar i gegnum stofnunina?
Ábyrgð útvarpsstjóra hlýtur að vera einhver eða? Geta fréttamenn hans farið með lygar og óstaðfestar upplýsingar í beina útsendingu án þess að blikna. Hvar er gæðaeftirlitið? Það eru nefnilega engin gæði í því sem Bergsteinn Sigurðsson gerði í þessum þætti, þvert á móti. Sýnir forkastanleg vinnubrögð. Svona vinnubrögð setja mark sitt á hann. Lélegur fréttamaður.
Velta má fyrir sér, getur Bergsteinn Sigurðsson fréttamaður sótt heimildarmann til saka fyrir að gefa rangar upplýsingar eða réttara sagt ljúga?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)