5.2.2025 | 09:03
Hvernig verður maður vók? sóknarprestur hefur orðið 1
Sóknarpresturinn Merete Bøye skrifaði bráðskemmtilega grein í Jótlands póstinn á dögunum um hvernig best er að verða vók. Greinin er löng og bloggari skiptir greininni í tvo hluta, þýðingin og millifyrirsagnir eru hans.
Gef prestinum orðin;
Allir hafa rétt fyrir sér? Neibb- ekki ef þú vilt vera vók. Þá eru það nokkrir sem hafa meira rétt fyrir sér en aðrir. Og þeir, sem eru ekki sammála vók skoðunum þínum, eru vondir og rasistar og hafa ekki skilning á neinu.
Það er í tísku að vera vók. Sérstaklega ef þú vilt í háskóla eða vilt ekki verða fyrir skömmum, rekinn úr starfi eða slaufað, af því þú segir eitt rangt orð, því er nauðsyn að þú lærir hvernig á að vera vók.
En hvað er þetta vók einginlega? Og hvernig verður maður vók? Það getur verið erfitt að finna út úr því, en þú skalt ekki efast, þú færð hjálp með þessum auðveldu leiðbeiningum.
Mikilvægast
Það allra mikilvægasta við að vera vók er að þú viðurkennir að það finnist engin staðreynd. Það finnst ekkert rétt eða rangt. Allt er frásögn, og sannleikurinn finnst ekki. Það er þinn sannleikur og minn, og ef eitthvað er þín upplifun þá er það sannleikur fyrir þig. Sannleikurinn fer eftir augunum. Undantekningin er Donald Trump. Hann lýgur.
Það sem er siðferðilega rétt fyrir þig er ekki endilega rétt fyrir mig. Sem dæmi, maður getur ekki lengur sagt að það sé rangt að nota kynlífsþjónustu (sem maður kallar vændiskonur, ef maður er vók) eða að eiga marga maka eða elskendur á sama tíma.
Það er í raun mjög framsækið og kallast fjölkvæni. Það er heldur ekki vitlaust að æfa ,,fetish, strippa fyrir framan börn, pissa hvert á annað o.s.frv. Nema auðvitað ef það á við Donald Trump. Þá er það mjög rangt. Trump er siðlaus.
Viðmið og bönn
Viðmið og bannorð eru til þess að brjóta niður. Allt þetta var fundið upp af gömlum hvítum mönnum fyrir mörgum árum, og það er ekki vók að vera gamall hvítur maður. Það voru gamlir, hvítir menn sem fyrir hundruðum ára fóru í krossferðir og hófu landvinningastríð og lögðu undir sig alls kyns brúna og svarta þjóð. Þeir ættu nú að borga fyrir það. Jæja, ekki nákvæmlega sömu gömlu hvítu mennirnir, því þeir eru dánir núna, en það eru samt gamlir hvítir karlmenn á gangi um heiminn í dag. Og þeir ættu að skammast sín fyrir það.
Það er enginn húðlitur sem er betri en annar. Ef einhver segir það, þá eru þeir rasistar - alveg eins og Hitler. Og því höfnum við alfarið. En það er mjög mikilvægt að þú skiljir að húðlitur er samt sem áður það mikilvægasta í öllum heiminum, kannski næst á eftir kyni. Allt snýst um húðlit og kyn. Einfaldlega allt.
Svo eru það auðvitað nokkrir húðlitir sem eru betri en aðrir. Jú það er þannig. Ég veit alveg að ég skrifaði áður að svo væri ekki en það er allt önnur staða núna. Og í þessari stöðu er það lífsreynslan mín sem segir að sumir húðlitir eru betri en aðrir og þannig hefur það alltaf verið. Ertu farin að átta þig á hvað það þýðir að vera vók?
Hversu góður húðliturinn þinn er fer eftir því hversu dökkur hann er. Því dekkri, því betra. Það er rangt að vera hvítur og allt hvítt fólk er illt. Ástæðan fyrir því að þeir eru vondir er vegna þess að þeir eru rasistar. Ef þér finnst sumir húðlitir ekki betri en aðrir, þá ertu rasisti. Eins og Donald Trump. Hann er líka með eina húðlitinn sem er enn verri en hvítur, nefnilega appelsínugulur.
En svo: Endurtaktu bara þetta mottó aftur og aftur þar til þú skilur það: Svört húð góð. Hvít húð sökkar."
Seinni hluti birtist á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)