Þeir eru allir eins- Ragnar Þór Ingólfsson líka

Stundum verður manni orðavant. Þegar í ljós kom að Ragnar Þór Ingólfsson þiggur rúmar 8 milljónir í biðlaun gerðist það. Réttlætismaðurinn mikli.

Vissulega lækkaði hann laun sín sem formaður, en hann var ekki illa haldinn af því sem eftir var.2

Að sjálfsögðu á að gera upp orlof við Ragnar Þór, en biðlaun, í alvöru. Hann stekkur inn í vel launað starf sem hann verður í næstu 4 ár. Segja má að hér bregðast krosstré sem önnur tré.

Kom ferskur inn- frekar morkinn út

Þegar Ragnar Þór kom inn í baráttu verkalýðsins var hann mjög ferskur. Talað hátt og mikið um þá sem vilja græða og bara græða. Hann benti á að leita þurfti leiða til að stoppa svona fólk.

Ragnar Þór talaði um að lífeyriskerfinu þurfi að breyta. Nú er hann í aðstöðu því þingið setur reglurnar. Nú mun hann nota séraðstöðu lífeyriskerfisins, sem þingmaður. Taktu þér tak og láttu á það að reyna.

Trygging segir Rangar Þór fyrir sig og fjölskylduna. Segja má að hér sé um sérhagsmuni að ræða, geta allir sem segja starfi sínu lausu eignast svona tryggingasjóð?

Taka þarf á biðlaunarétti

Í ljósi þess sem hefur gerst í biðlaunamálum þarf að endurskoða réttinn. Það getur ekki talið eðlilegt að biðlaunarétturinn sé virkur þegar menn hverfa til annarra starfa. Það er hins vegar eðlilegt ef menn fá ekki vinnu.

Ragnar Þór er nú ekkert skárri en þeir sem hann hefur gagnrýnt, því miður. En eins og segir, hann kom ferskur inn- fer morkinn út.


Bloggfærslur 28. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband