Hvers vegna vann maður eins og Donald Trump kosningarnar í Ameríku?

Eitt af svörunum finnum við greinilega í þessum pistli í  The Guardian, skrifaður af karlmanni, sem skilgreinir sig sem konu, og hann hefur slegið met í hjólreiðum, kvennaflokki.

Anne Sofie Allerup skrifaði um málið á síðunni sinni.

Trump notaði hann sem dæmi um vandann með líffræðilega karlmenn í kvennaíþróttunum, en hjólreiðamaðurinn skrifar; Ef repúblikanar vilja gera eitthvað fyrir kvennaíþróttir ættu þeir að bæta aðstöðuna og leggja meira fé í þær.

Vil ítreka, Trump á ekki að ræða vandamál með því að benda á einstaklinga, burtséð frá efninu, bæði óásættanlegt og ófaglegt af honum.

Vinstri menn

En pistillinn er dæmigert framlag vinstri manna í þessari umræðu: Þeir láta vera að nefna kjarnann, að konur er að öllu jöfnu ekki eins sterkar og karlmenn. Sá sem hefur farið í gegnum kynþroskaskeiðið sem strákur er í gríðarlegra hagstæðri stöðu ef hann á að keppa við einstaklings sem hefur ekki farið í gegnum kynþroska sem karlmaður.

Í stað þess að tala um kjarnann, nefnilega réttlætið, talar hjólreiðamaðurinn um ,,innlimun“ og auglýsir eftir meira fé í íþróttina.

Og það er nákvæmlega hér, sem fullt af venjulegu fólki af báðum kynjum sér að þessi vandi er ekki bara ógn við konur heldur líka það, að þeir sem halda þessu fram vilja ekki ræða vandamálið.

Ég, segir Anne, tel að allir megi skilgreina sig og lifa eins og þeir vilja.

Birtingarmynd vandans

Vandinn birtist, þegar líffræðilegir karlar og líffræðilegar konur eru sett inn í sama boxhring, eiga að afplána í fangelsi saman, þegar líffræðilegir karlar koma fram í glæpatölum sem konur og þegar upplýsingum er safnað sem byggja ekki á líffræði en á síðustu tölum kennitölunnar (í Danmörku er kyn merkt í kennitölu), af því í öllum þessum tilfellum tapa konur.

Femínistar, róttækir og aðrir sem hafa samþykkt að virða að vettugi rétt kvenna til að stunda íþróttir sínar hver við aðra, réttinn til sérstakrar athygli á viðbrögðum líffræðinnar við lyfjum sem oft eru prófuð á körlum og velferð þeirra og öryggi í samfélagi sem hannað er af og fyrir karla, hafa hent barninu út með baðvatninu.

Bakslagið sem við sjáum núna á sér stað vegna þess að konum var sagt að þær ættu ekki að berjast fyrir sig, heldur fyrir aðra hópa sem eru taldir viðkvæmari. Lærdómurinn sem allir pólitískir hagsmunaaðilar verða að viðurkenna fyrr eða síðar er: Mið-vinstri flokkur tapar ef konur fá þá tilfinningu að hann berjist ekki fyrir þær segir hún að lokum.

 


Bloggfærslur 25. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband