22.2.2025 | 09:38
Mannréttindabrot verða ekki liðin segir Kennarasamband Ísland- en það er liðið þegar stúlkur eru annars vegar
Það er einkennilega staða þegar verkalýðssamtök taka sig saman og segjast berjast fyrir mannréttindum, en bara ákveðinna hópa. Konur og stúlkur heyra ekki þar undir, alls ekki. Sérstaklega þær konur sem kæra sig ekki um karlmenn inn í einkarými þeirra og íþróttir.
Hver hefði trúað að kennarar létu slíkt frá sér fara?
Með tilskipun Trumps, að kynin séu tvö, sem þau eru og enginn getur breytt því, fengu stúlkur og konur í íþróttaheiminum mannréttindi sín til baka. Með tilskipuninni geta þær nú keppt á jafnréttisgrundvelli og öruggari. Kennarasambandinu líkar það illa, svo illa að kennarar sendu út sérstaka ályktun til að ítreka það.
Sama með einkarými kvenna, nú geta þær nota baðklefa, búningsklefa, salerni og aðra aðstöðu sem bara er ætluð konum án þess að eiga á hættu að fá karlmann, sem skilgreinir sig sem konu, þar inn. Kennarasambandinu líkar þetta ekki.
Troða skal líffræðilegum körlum, sem skilgreina sig sem konur, í baðklefa stúlkna. Þar á bæ, hjá KÍ, vilja menn setja réttindi karlanna ofar kvennanna, það gerðu þeir með sérstakri ályktun.
Fangelsin og athvörf fyrir konur sem hafa lent í heimilisofbeldi verða hreinsuð, framvegis verða þessi rými ætluð konum. Ekki karlmönnum, sem skilgreina sig sem konur, og Kennarasambandið ályktar gegn slíkum mannréttindum. Af hverju, hverra hagsmuna hafa þeir að gæta? Ekki stúlkna og kvenna, það er klárt.
Skilur stjórn KÍ ekki markmið tilskipunarinnar?
Vissulega má velta fyrir sér hvort stjórn KÍ skilji markmið Trumps með tilskipununum. Stúlkur og konur öðlast mannréttindi og virðingu sína á ný, að einkarýmin eru þeirra og íþróttirnar eru verndaðar. Velta má fyrir sér hvort stjórn KÍ hafi verið mötuð á upplýsingum frá sérhagsmunaaðilum eða vók- aðgerðasinna innanhúss.
Hvort heldur sem er, þá er skelfilegt að upplifa þetta. Kennarasamtök á Íslandi setja sig upp á móti mannréttindum stúlkna og kvenna með ályktun. Lægra leggst maður varla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)