Hjúkrunarfræðingur í málaferlum við lækni og sjúkrahúsið

Í Skotlandi eru nokkuð einkennileg málaferli í gangi. Hjúkrunarfræðingur hefur stefnt vinnustað sínum og lækni stofnunarinnar.  Sandie Peggie ætlar að berjast fyrir réttindum kvenna. Dómari hafnaði lokuðum réttarhöldum í málinu en Dr. Utopn og stofnunin fóru fram á nafnleysi. Réttarhöldin verða opin og nöfn opinberuð.

Hvað er málið

Margir velta án efa fyrir sér hvað rekur hjúkrunarfræðing í mál við Dr. Upton og vinnustað sinn í áratugi. Læknirinn skilgreinir sig sem konu og notar kvennaaðstöðuna til að skipta um föt þegar konur eru þar inni. Dr.Upton er enn með kynfæri karlmanns.

Sandie Peggie var áreitt kynferðislega af lækninum og tilkynnti það eins og önnur tilvik sem hún telur sig hafa orðið fyrir af meintum lækni.

Eftir að Sandie kvartaði kærði læknirinn hana fyrir einelti og áreitni. Henni var vikið frá störfum til að koma í veg fyrir svona árekstra. Hjúkrunarfræðingurinn hefur starfað á sjúkrahúsinu í 30 ár. Læknirinn, sem er 29 ára, hafði unnið í nokkra mánuði á sjúkrahúsinu þegar málið kom upp. Almenningur borgar fyrir varnarbaráttu sjúkrahússins.

Undir réttarhöldunum var hún spurð hvort hún hefði fóbíu gagnvart svona fólki en Sandie neitar því staðfastlega. Sjálf á hún samkynhneigða dóttur.

Læknirinn sem er líffræðilegur karlmaður, og hefur kynfæri þess kyns, hefur afklæðst fyrir framan Sandie og hún telur á sér brotið. Hann hefur haldið fram að það sé ekkert til sem heitir kyn og margir velta fyrir sér hvernig hann komst í gegnum læknisfræðina.

Læknirinn vakti mikla reiði á samfélagsmiðlum eftir að hafa haldið því fram að hann væri líffræðilega kona og að hugtökin líffræðilegur karl og kona er ,,engin skilgreind og samþykkt merking í vísindum."

Sumir hafa bent á að hann sé hættulegur kvenkyns sjúklingum og óhæfur læknir. Hann afneiti líffræðilegum raunveruleika.

Eins og flestum er kunnugt eru sjúkdómaeinkenni margar sjúkdóma öðruvísi hjá konum og körlum. Suma sjúkdóma getur annað kynið fengið en ekki hitt, má þar nefna legkrabba og blöðruhálskrabbamein.  Menn undrast hvernig læknir getur haldið slíku fram um líffræðina.

Bresku læknasamtökin breyta kynskráningu lækna bara ef þeir óska þess, það kom fram í tengslum við réttarhöldin.

Stuðningur við Sandie

Fólk alls staðar frá heiminum hefur sent henni stuðningsyfirlýsingu, hún hefur fengið blóm, kort og aðrar gjafir sendar á heimili sitt. Sett var af stað söfnun fyrir hana svo hún gæti dekrað við sig þegar málaferlunum lýkur. Í dag hafa safnast rúmlega 34 þúsund pund.

Scottish Dailey Express og Sex matters hafa m.a. skrifað um málið.


Bloggfærslur 16. febrúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband