Blaðamaður eða áhrifamaður? Blaðamaður vinnur meiðyrðamál

Í vor höfðaði fréttaritari Ísraels í Danmörku, Jotam Confino, meiðyrðamál gegn Asmaa Abdol-Hamid, fyrrverandi stjórnmálamanni Enhedslisten.

Hún fór yfir strikið þegar hún gaf í skyn á samfélagsmiðlum að fréttaritarinn gæti verið áhrifavaldur Ísraelsríki.

Héraðsdómur Kaupmannahafnar kvað upp dóm í máli Jotam gegn Asmaa Abdol, skýr dómur. Dagsektir eru lagðar á hana, 1000 dk. krónur á dag. Hún var líka dæmd til að borga honum 35.000 kr. og málskostnað hans upp á 39.000 krónur. Jotam fór fram á 200 þúsund dk. kr.

Nokkrar færslur

Það voru nokkrar færslur á Facebook sem urðu til þess að Jotam Confino höfðaði mál gegn fyrrverandi stjórnmálamanninum fyrir ærumeiðingar og rógburð.

Málið var höfðað með kröfu um að hún leiðrétti málflutning sinn og greiddi Jotam Confino 200.000 dk. krónur.

Í röð færslna á Facebook lýsti Asmaa Abdol-Hamid efasemdum um hvort Jotam Confino starfaði sem blaðamaður fyrir TV 2 eða sem áhrifamaður fyrir Ísraelsríki.

,,Er framlag Confino á skjánum afar lélegt handverk blaðamanns eða er hann áhrifavaldur með samning við stjórnendur TV 2?," skrifaði hún meðal annars í færslu 23. desember 2023.

Sú færsla var ein af löngum færslum þar sem fyrrverandi stjórnmálamaðurinn réðst á Jotam Confino, sem starfaði hjá TV 2 frá 7. Október 2023 til vors 2024.

Persónumorð

Færslurnar upplifði Jotam Confino sem beinlínis persónumorð.

,,Sérstaklega á tímabilinu frá 7. október 2023 fram í janúar, þegar við vorum rökræddum. Á tímabilinu setti hún fram fjölda ásakana sem eru ákaflega ærumeiðandi. Þetta er ekki spurning um að hún kalli mig fífl eða hálfvita, heldur mjög sérstakar ásakanir um hver ég er og hvað ég geri," sagði Jotam Confino í maí 2024 við Weekendavisen.

Asmaa Abdol-Hamid hefur áður lýst því yfir að hún líti á stefnuna sem tilraun til að höggva í málfrelsi hennar.

,,Sem borgarar ættum við að geta tjáð gagnrýni á fjölmiðla án þess að þurfa að óttast að vera sótt til saka. Þú verður að geta þolað það sem blaðamaður og það á líka við um Confino," sagði hún við Politiken og útskýrði að hún teldi að Jotam Confino, með gjörðum sínum á samfélagsmiðlum, bjóði sjálfur upp á dans.

Munur á gagnrýni og ásökunum

Eftir dóminn í dag segist formaður danska blaðamannasambandsins, Tine Johansen, vera sammála Asma Andol.Hamid um að blaðamenn verði að geta þolað gagnrýni á störf sín.

,,En í þessu tilfelli er þetta ekki spurning um gagnrýni. Þetta er ásökun sem ekki er hægt að skjalfesta og miðar að því að draga trúverðugleika hans og vinnuveitanda hans í efa," segir stjórnarformaður DJ.

Hún er því sátt við niðurstöðu dómsins.

,,Á heildina litið er ég sátt við að þessi lína sé dregin og undirstrikar að það er munur á gagnrýni á það sem þú gerir sem blaðamaður og ásökunum um að þú sért tengdur og háður öðrum," segir Tine Johansen.

Lesa má fréttina hér.


Bloggfærslur 8. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband