7.1.2025 | 09:30
Aumingjar sem þora ekki í umræðuna
Börn í heiminum eiga góðan baráttumann. Mér finnst hann betri en Umboðsmaður barna, Samtökin Barnaheill og Geðhjálp hér á landi. Þessi samtök hafa sýnt vók hlið sína og tekið afstöðu með innrætingu, eða hugstuld, á börnum.
Baráttumaðurinn hefur ekki látið deigan síga, hann hefur gert baráttuna fyrir börnin að aðalmáli sínu. Hann hefur ferðast um heiminn til að vekja athygli á baráttu sinni fyrir börnin.
Lögreglan tekur misvel á málunum. Þegar ráðist var á hann í Ástralíu sést lögreglukona brosa. Hver og einn getur túlkað það eins og hann vill. Að mati bloggara er það ógeðfellt, af lögreglu, að brosa þegar ráðist er á mann.
Af hverju allt þetta ofbeldi? Ég segi bara; aumingjar á ferð sem styðja veikan mástað. Þeir geta ekki réttlætt hann munnlega, enn síður með hnefunum. Baráttumaðurinn heldur áfram.
Hér getið þið hlustað á fréttaflutning af málinu og lesið um það hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)