Einar Karl Friðriksson, sem var á lista Viðreisnar í Reykjavík-Norður, gerir lítið úr nauðgunarmálunum í Bretlandi, talið að um 250 þúsund stúlkum hafi kerfisbundið verið nauðgað!

Það er áhugavert að hlusta á Norræna karlmennsku þegar sem hann tekur fyrir nauðgunarmálin í Bretlandi. Skjölin sem opnuð voru sýna hvers konar hryllingur var í gangi. Talið er að um 250 þúsund breskar, hvítar, stúlkur hafa orðið fyrir kynferðisofbeldinu. Stúlkunum var hóp og raðanauðgað af Pakistönum, sem hleypt var inn í landið, og það eru til skýrslur um það.

Einari Karli finnst þetta lítill hluti af öllu kynferðisofbeldi í heiminum. Maður hristir hausinn, getur manninum verið alvara!

Einari finnst að menn eigi frekar að taka fyrir áróður Musk gegn innflytjendum, en sannað er að þetta voru hópar manna frá Pakistan. Honum finnst tölurnar um stúlkurnar á reiki. Hann talar ekki um viðbjóðinn að fullorðnir karlmenn standi í röðum og nauðga breskum börnum, takið eftir þær voru börn á þessum tíma. Hann talar ekki um allar þær stúlkur sem þora ekki að stíga fram, sem vilja þegja frekar en segja. Kannski eru það nákvæmlega þessi viðbrögð, sem Einar Karl sýnir, sem þær óttast. Lítið mál þegar á heildina er litið. Við trúum ykkur ekki.

Fréttamiðlar hér á landi hafa ekki fjallað um málið nema Nútíminn, lesið hér. Í fréttinni er viðtal við stúlku sem lenti í klóm Pakistananna. Hún var lítið barn þegar óhugnaðurinn hófst. Hér má horfa á viðtalið við stúlkuna.

Norræn karlmennska sýnir myndbrot þar sem þingmaður ræðir við lögreglustjóra og vegna viðbjóðsins beygir hann af. Skiljanlega. Hlustið hér.

Fyrir nokkrum árum sá bloggari heimildarmynd um málið í Rochdale, hana sjá hér.

Tommy Robinson hefur fengið bágt fyrir og meira að segja setið í fangelsi fyrir að vekja athygli á stöðu mála í Bretlandi. Hann hefur m.a. fjallað um þessar nauðganir sem fyrirmenn í samfélaginu og lögreglunni breiddu yfir. En nokkur undra að Bretlandi sé á suðumarki.

Ef Viðreisn, með sína stefnu um opin landamæri, ætlar að verja menn af erlendum uppruna á þennan hátt, sama hvar þeir búa, held ég að menn þar á bæ ættu að endurskoða málaflokkinn hjá sér. Svona menn eiga sér engar málsbætur frekar en franski eiginmaðurinn sem var dæmdur á dögunum fyrir að hóp- og raðnauðgað eiginkonu sinni.

Það er ekki Elon Musk sem stendur fyrir ófriði í Bretlandi.


Bloggfærslur 5. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband