25.1.2025 | 09:44
Nei umburðarlyndi J.K. Rowling hefur ekki minnkað
Menn velta fyrir sér hvort hinn frægi rithöfundur J.K. Rowling hafi minna umburðarlyndi fyrir ,,transinu en áður. Hún hefur lagst á sveif með baráttu kvenna, halda körlum utan við kvennaíþróttirnar, fangelsin og einkarýmum kvenna.
JK Rowling hefur gagnrýnt trans spretthlauparann Valentinu Petrillo opinberlega, kallað Valentinu ,,svindlara", líkt og Iman Khelif, boxarann sem boxaði stúlkur.
Ýmist fagna menn ummælunum eða fordæma. Rowling hefur fordæmt þátttöku karla, sem skilgreina sig sem konur, í íþróttum kvenna og ekki að ósekju. Hér er ekki um líffræðilegar konur að ræða.
Þessi samanburður hefur ýtt enn frekar undir umræður um siðferði trans þátttöku í keppnisíþróttum, þar sem sumir halda því fram að það grafi undan árangri kvenna. Í Bandaríkjunum tóku þeir af alla vafa þegar kemur að háskólum og íþróttum, karlar fá ekki að taka þátt. Vonum að þessi afstaða breiðist um heiminn.
Stuðningsmenn trans-fólks fagna hins vegar árangir hlauparans og traðka þannig á mannréttindum stúlkna og kvenna, ekki bara í íþróttum heldur almennt.
,,Þessir íþróttamenn hafa barist hart fyrir því að vera sýnilegir og virtir. Þeir eiga skilið stuðning okkar, ekki fordæmingu," sagði einn LGBTQ+ aðgerðarsinni. Gott og vel segir getum við sagt, en þeir geta verið sýnilegir í karlaflokki þar sem þeir eiga heima. Þeir þurfa ekki að taka pláss og möguleika frá konum. Þeir gera það í krafti karlmannsstyrks og vita það.
Íþróttir eiga að vera kynjaskiptar
Á meðan sumir styðja skoðun rithöfundarins, líta aðrir á það sem árás á meginreglur jafnréttis og viðurkenningar sem íþróttir ættu að fela í sér. Íþróttakeppni á ekki að fela í sér að stúlkur og konur þegi yfir þátttöku karla í kvennaíþróttum. Slíkt gerðist í Danmörku, þar átti að troða drengjum, sem skilgreina sig sem stúlkur, inn í kvennaboltann. Þar hefur sú ákvörðun mætt andstöðu og því meira sem er fjallað um málið á opinberum vettvangi því meiri andstöðu fær það.
Það verður að finna aðra lausn fyrir þá sem líður illa í eigin skinni og vilja stunda íþróttir. Það á ekki að bitna á stúlkum.
Rowling skrifaði; ,,Þetta er ósanngjarnt." ,,Að leyfa einhverjum sem fæddist karlkyns að keppa í kvennaíþróttum grefur undan heilindum kvennaíþrótta. Valentina Petrillo, með fullri virðingu, svindlar.
Í greininni segir, ,,Petrillo, sem breyttist síðar á ævinni, hefur getið sér gott orð sem einn hraðskreiðasti spretthlauparinn á Ólympíumóti fatlaðra. Metárangur Petrillo hefur gert hana að fyrirmynd margra í íþróttasamfélagi fatlaðra. Fyrir það fyrsta tók þessi einstaklingur út kynþroska sinn sem karlmaður. Og í öðru lagi þá er þetta ekki met fatlaðrar konu. Til að Petrillo fengi að taka þátt sat kona heima. Nei það á enginn að taka svona einstakling sér til fyrirmyndar og hvað þá að skrá árangur hans í sögubækur kvenna, það er svindl.
Blaðið veltir upp hugmyndinni um hvort Rowling hafi fylgi við málstað sinn. Þeir ættu bara að vita. Að sjálfsögðu ætti hver kona að standa með kynstystum sínum þegar karlmenn vilja yfirtaka íþróttir þeirra og rými.
Hér má hlusta á Helen Joyce fjalla um málið við Debbie Hayton sem spurði hvort rithöfundurinn hafi gengið of langt. Gamalt kunnugt stef heyrist þarna, við eigum að taka tillit til karlanna af því þeir eiga svo bágt. En eins og Helen segir, hugsum um stelpurnar t.d. þegar kemur að íþróttum þar sem karlmönnum er blandað saman við konur vegna skilgreiningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)