21.1.2025 | 08:06
Danska ríkissjónvarpið líkt og það íslenska dregur taum trans-hreyfinga
Þegar ræða átti hvort karlmenn sem skilgreina sig sem konur mættu spila fótbolta með kvennliðum á þingi DBU-Jótlandi um síðustu helgi sagði danska ríkissjónvarpið frá málinu. Það var ekki hlutlaust í málflutningi sínum og minnir á fréttaflutning Ruv og Stöðvar 2."Það var ekki hlutlaust í málflutningi sínum og minnir á fréttaflutning Ruv og Stöðvar 2.
Í tilefni fréttarinnar var rætt við tvo karlmenn sem vilja spila í kvennaflokki. Ekki rætt við eina einustu konu um af hverju þær vilja ekki karlmenn í liðin sín. Til að tryggja að fréttaflutningur trans-aðgerðasinna á fjölmiðlinum kæmist til skila þá leyfðu þeir ekki athugasemdir við fréttina. Það gerði hins vegar TV2, menn lágu ekki á skoðunum sínum.
Karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, eiga ekkert erindi í kvennaíþróttir, baðklefa eða salerni. Mjög skýrt.
DR hefur líka talað um rétt ,,trans-barna til að spila fótbolta, sá réttur byggist á að traðka á réttindum annarra barna segir Ulf. Miðillinn ræðir ekkert um rétt stúlkna og kvenna til að spila fótbolta án karlmanna, öryggi þeirra og réttláta keppni. Ulf hefur fjallað um málið á síðunni sinni.
Bandaríkin felldu úr gildi lög um að kynvitund ráði frekar en kyn þegar kemur að íþróttum. Loksins er einhver með viti við völd þarna ytra. Konur eiga að fagna þessari niðurstöðu, og það vel. Heimskan á sér engin takmörk þegar taka á mið af upplifun einstaklings fram yfir líffræðilegt kyn þegar íþróttir eru annars vegar og lagasetningar.
Nú hefur Trump tekið við. Sumir gleðjast, aðrir ekki. Eitt er víst, þeir sem fylgja ekki trú trans-hreyfinga um að kynin geti verið mörg fá skítkast frá hinum sem fylgja trúnni. Konur í íþróttum fylktu sig á bak við Trump.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)