20.1.2025 | 09:02
Ungar lesbíur vilja ekki karlmenn, sem skilgreina sig sem konu, og segjast vera lesbía
Hér má hlusta á áhugavert viðtal við unga lesbíu, Alison Ellis. Hún segir frá þeim vanda sem ungar lesbíur glíma við í dag vegna trans-hugmyndafræðinnar.
Mjög fljótlega í viðtalinu segir hún frá þegar hún áttaði sig á að hún væri samkynhneigð. Leitaði í hinsegin samfélagið heima hjá sér. Þar uppgötvaði hún hversu rugluð hugmyndafræðin er. Allir voru uppnefndir eitthvað en hún hitti enga lesbíu. Síðan var henni hent út.
Hún bendir líka á hættuna sem fylgir TikTok og þau áhrif sem miðillinn hefur á börn og ungt fólk. Talað um að unga fólkið noti um tvo tíma á dag á TikTok. Læknar sem auglýsa eyðileggingu á líkama barna auglýsir á miðlinum.
Alison Ellis fer yfir hvaða baráttu lesbíur heyja. Mörgum karlmönnum, sem skilgreina sig sem konur, og segjast vera lesbíur hafa atast í þessum ungu konum, sem elska einstakling af sama kyni. Hún segir að margir hafa notað orðið TERF yfir hana. Það orð fundu trans-hreyfingar upp um þá, sérstaklega konur, sem aðhyllast ekki trans-hreyfinguna og allt sem þau gera.
Áhorfandi segir frá hvernig lesbíur í Noregi búi við það sama, ágang karla sem halda að þeir séu lesbíur af því þeir skilgreina sig sem konu.
Hennar tilfinning er að menn reyna að trans-gera samkynhneigða og henni finnst það fáránlegt.
Hér má sjá heimsíðu samkynhneigðra því þeim finnst þær ekki heima í transinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)