Forseta Íslands fannst ekki þess virði að nefna feður og drengi í ræðu sinni,

hins vegar varð henni tíðrætt um jafnréttisbaráttu kvenna, mikilvægi hennar og að greiða þurfi götu kvenna. Forsetinn minntist ekki orð á stöðu drengja í skólakerfinu.

Hún minntist heldur ekki á sjálfstæði þjóðarinnar og að Íslendingar þurfi að standa vörð um það. Kom bersýnilega í ljós í fyrstu ræðu forsetans hvar hjarta hennar slær.

Árið 2019 birtist grein á Vísi sem á við í dag eins og þá. Brot úr greininni,

Óður til feðra

Fyrrnefndri Önnu þykir vel hafa tekist til hjá „skaparanum.“ Hún hrósar feðrum í hástert: „[F]eður eru dásamlegar og sveigjanlegar verur. Frá andartaki til andartaks haga þeir seglum eftir vindi til að tryggja líf og hagsæld fjölskyldu sinnar. ... [A]llir feður leitast einbeittir við að uppræta hverja þá ógn, sem stafa kynni að barni þeirra.“ (Anna Machin)

Tengsl feðra við börn sín, hvort heldur er á fósturskeiði eða eftir fæðingu, skiptir megin máli fyrir andlega heilsu föður og barns, vöxt þess, viðgang og þroska að öllu leyti. „Tengsl meirihluta feðra við ófætt barn sitt styrkist, eftir því sem líður á meðgönguna.“ Í tengslum föður og barns býr sá styrkur „sem hefur afgerandi áhrif á þroska þeirra; hátterni, tilfinningar og sál – frábrugðin áhrifum móður. Þegar sambandið er traust, stuðla feður að góðri heilbrigði, sjálfstæði, þroska tungumáls og hegðunar.“ ... „[S]amband föður og barns er ekki síður náið, afgerandi og blæbrigðaríkt og samband barns og móður.“ ... (Anna Machin) Við náin tengsl föður og barns verður meira að segja til samstilling bylgjulengdar sem nær til líkamlegra þátta, starfsemi vaka (hormóna) og tilfinninga (e. bio-behavioural synchrony). Þetta á vitaskuld fyrst og fremst við um feður, sem eru þess aðnjótandi að lifa og hrærast með afkvæminu í móðurkviði og á hvítvoðungsskeiði.

„Reyndar er það svo, að fjöldi nýlegra rannsókna bendir til, að þátttaka föður í öllu því, er lýtur að aðhlynningu á meðgöngu og við fæðingu, stuðli að bættri heilsu móður, barns og hinnar nýju fjölskyldu til langframa.“

Feður hafa sérstök, jákvæð áhrif á andlegan þroska barna og málþroska í frumbernsku og síðar á frammistöðu bæði sona og dætra í skóla á seinni hluta gelgjuskeiðs. Þetta á einnig við um hegðun og þroska almennt, sbr. börn einstæðra mæðra. „Burtséð frá fræðslu hafa feður einnig sérstöku hlutverki að gegna á viðkvæmasta þroskasviði unglingsins, geðheilsunnar.“ Þetta er algild regla hvarvetna. „Feður hafa sérstöku hlutverki að gegna við að skapa námshvetjandi aðstæður fyrir barnið; móta hegðun, miðla þekkingu og auka trú þess á sjálft sig.“ (Anna Machin)

Fræðandi samvera, leiðsögn, ærsl, hnoð og hamagangur er barninu mikilvægur. „Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á, að börn vilja heldur leika sér við pabba, heldur en mömmu. ... hlutverk leikfélagans skiptir sköpum fyrir barnið.“  Feður og atvinnuuppalendur af karlkyni uppskera oft og tíðum hnjóð fyrir slíkt hátterni. En Anna Machin huggar feður: „Ef þið berið ykkur saman við móðurina sem „hina gullnu viðmiðun, “ er viðbúið,  að þið komið illa út, [v]egna þess, að feður eru ekki karlmæður.“ 


Höfundur er Arnar Sverrisson, ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru hans.


Bloggfærslur 2. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband