Danskar konur stofnuðu samtök- taka á ákveðnum þáttum trans-hugmyndafræðinnar

Bloggari tekur hatt sinn ofan fyrir þessum dönsku konum. Þær sjá að kvenréttindafélög, líkt og á Íslandi, ætla sér ekki að berjast fyrir réttindum kvenna. Þessi félög, ásamt mörgum öðrum, hoppuðu á trans-hugmyndafræðina og þá er líffræðilega kynið kona ekki hátt skrifað.

Eins og Dorte Toft segir; Þar sem gömlu kvennasamtökin eru annað hvort algjörlega þögul um líkama karla á kvennasviðum eða samþykkja það, er nauðsynlegt að stofna nýjan hóp sem heitir Kvenréttindi. Baráttan beinist eingöngu þeim þáttum trans-hugmyndafræðinnar sem hefur neikvæð áhrif á konur, börn, ungt fólk og tjáningarfrelsi og nauðsynlegt að berjast á móti. Það er líka trans-fólk sem hefur þá skoðun.

Kvinderettigheder heldur úti síðu þar sem lesa má greinar og annan fróðleik. Þar er líka sagt af hverju félagið var stofnað. Má þar nefna nokkra þætti af síðunni, en þar segir;

Við erum breiður hópur kvenna sem höfuð það að markmiði okkar að vernda rétt kvenna, tjáningarfrelsið og öryggi.

Við teljum að þessum þáttum sé ógnað af trans hugmyndafræðinni og talsmönnum hennar sem halda fram að…

…menn séu konur hafi þeir ,,tilfinningu fyrir að vera kona“

…kynvitund sé fremri líffræðilegu kyni, í öll samhengi

…fólk geti skipt um kyn

…þegar talað er um að vernda eigi kvenkynið tekur það m.a. á:

…þegar íþróttahreyfingar leyfa líffræðilegum körlum að taka þátt í kvennaíþróttum

…bað- og búningsklefar kvenna eru opnir karlmönnum sem skilgreina sig sem konur

…stjórnmálamenn leyfa líffræðilegum körlum að skipta um kyn með lögum um kynrænt sjálfræði án meðferðar, læknaúrskurði o.fl.

…karlmenn séu teknir með í tölfræði kvenna vegna lögfræðilegra kynskipta, þannig að hin raunverulega tölfræði skekkist

…stjórnmálamenn og samtök noti orð eins ,,persónur með leg“ ,,ófríska manneskjan“ og ,,Cis-konur“ til að þess að forðast orðið konur, eins og það sé eitthvað ljótt

 

467031687_861622526146525_9083849227163790077_n


Bloggfærslur 18. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband