Hann er ekki fórnarlamb- varð að skila gullinu vegna breytingar á kyni

Hér er áhugaverð saga einstaklings frá Austurríki segir á síðunni Kønsdebat. Hann ólst upp í þeirri trú að hann væri stúlka. Við fæðingu sást enginn limur né eistu. Hins vegar gerðist nokkuð merkilegt á kynþroskaskeiðinu, það komu ekki brjóst og hann fór ekki á blæðingar.

Undir nafninu Erika vann hann gullmedalíu á heimsmeistaramóti í skíðahlaupi í alpagreinum árið 1968. En þegar litningapróf var tekið kom í ljós að hann hafði XY samsetninguna, þar að segja hann er karlmaður. Hann skipti yfir í nafnið Erik, fór í aðgerð til að gera kynfæri karlmanns sýnileg. Að hann sé karlmaður sést best á að hann er giftur og er faðir stúlku og nú síðast orðinn afi.

Þegar í ljós kom að hann er karlmaður varð hann að afhenda gullmedalíuna. Austurríska skíðasambandið reyndi að telja heimsbyggðinni trú um að hann væri kona með óvenjuhátt testósterón í líkamanum og vildu að hann færi í meðferð og fengi kvenhormón. Hann neitaði því. Honum fannst alltaf hann vera karlmaður og leið best þannig. Þegar hann var ,,kona“ virkaði illa að eiga konur sem félaga, þ.v.s. honum fannst hann félagslega einangraður.

Hann skrifaði bók um líf sitt, sem var lesin víða, og síðan var búin til mynd. Hann er lifandi dæmi um það að ef drengur er alin upp sem stúlka, og heldur sjálfur að hann sé stúlka, þá gerist það samt að hann þroskast í að vera karlmaður. Hann er sáttur við að hafa skilað gullinu og upplifir sig ekki sem fórnarlamb.

Í dag talar hann gegn ,,trans-konum“, sem eru fæddir karlar en skilgreina sig sem konu og taka þátt í kvennaíþróttum. Hann er á móti ,,woke“ hugafarinu þar sem fólki sem er útilokað frá íþróttakeppnum ætti að vorkenna og koma fram sem fórnarlömb ósanngjarnrar mismununar. Hann lifir sáttari með sitt rétta kyn, einstaklingur með XY-litninga. Það hefur veitt honum mikla gleði að vera pabbi og eignast barnabörn- hann metur það meira en gullið sem hann fékk.

Á unglingsárunum hafði hann aldrei áhuga á rómantískum samböndum við karlmenn og laðaðist meira að konum. Svo lengi sem hann var Erika hélt hann að þetta væri bara hlutskipti sitt í lífinu og hann yrði að lifa með því. Enginn af læknunum, sem hann hafði leitað til á þeim tíma, vildi segja honum að sjálfsmynd hans sem kvenkyns væri mistök, af ótta við að það myndi valda miklum sálrænum skaða. Hugmyndin um kynjamisræmi hvarflaði aldrei að Eriku fyrr en hið sanna kyn kom í ljós með litningaprófinu. Eftir það var ákvörðun um leiðréttinguna tekin mjög fljótt.

Hér má lesa um málið.

 


Bloggfærslur 15. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband