Nei takk! Karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, töpuðu fyrir kvenkyninu

Jótlandsdeild Danska knattspyrnusambandsins ber virðingu fyrir konum. Það sýndu þeir og sönnuðu þegar kosning fór fram í gær. Stjórn sambandsins (DBU) lagði fram tillögu að karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, fái að velja hvort þeir spili með kvenna-eða karlaliði. Að sjálfsögðu á hinn veginn líka. Aðrar deildir eiga eftir að taka tillöguna fyrir.

Það þurfti 2/3 til að samþykkja tillöguna svo hún yrði að lögum innan sambandsins. Já atkvæðin urðu aðeins 34 af þeim 250 sem höfðu atkvæðisrétt. Hjarta fótboltamanna slær með stelpunum, ekki dyntum karlmanna, sem skilgreina sig sem konur.

Einn af stjórnarmeðlimum sem talaði fyrir þessari tillögu fannst meira virði að leyfa karlmönnum þetta val en að virða kvenkynið, sem vill fá að spila með og á móti eigin kyni. Ekki hinu kyninu.

Mikil barátta var í gangi í Danmörku um tillöguna og ekkert launungarmál að karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, var ráðgjafi fyrir nefndina. Nefndin þurfti sem betur fer, og þessi umræddi maður, að kokgleypa þvæluna. Nú er bara að vona að önnur svæðafélög fari eins að.

Margir hafa stigið fram og bent á hættuna við að hafa hafa karlmenn í kvennaliðum. Það þarf enga doktorsgráðu til að sjá ójafnvægið, karl á móti konu. Það er ástæða fyrir að félögin kynjaskipta.

Til hamingju konur, við eigum þetta skilið. Eins og áður hefur komið fram, konur tapa kannski smáorrustum, en stríðið vinnst. Enn merkilegra er, að konur eru enn og aftur komnar í baráttu fyrir íþróttum og nú að halda karlmönnum frá kvennaliðum.

466827111_10230564754554862_4943379663953888373_n


Bloggfærslur 12. janúar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband