Ekki skafið utan af því

Stundum koma þrusugóður pistlar í Morgunblaðið. Ef höfundurinn er Stefanía Jónsdóttir má búast við hreinskilum og beittum pistli.

Í pistlinum, hér neðar, gerir hún verk stjórnmálamanna að umtalsefni. Hún beinir orðum sínum til Guðlaugs Þórs sem vill vindmyllur til landsins. Hann virðist ekki fylgjast með því sem gerist út í heimi. Hér er ekki um góðar fjárfestingar að ræða. Fyrir utan sjónmengun. Hins vegar er fámennur hópur manna sem hagnast gífurlega á þessu. Þurfum ekki annað en að rifja upp orð Norðmannanna í Exit III þar sem þeir græddu á tá og fingri vegna heimsku stjórnmálanna. Höfum hugfast þetta var það sem gerðist í raun og veru.

Stefanía fjallar líkar um þær breytingar sem hafa verið á háskólakerfinu. Án mikillar umhugsunar má segja að ,,vókið" hafi yfirtekið nokkrar deildir háskólanna. Þegar vel menntað fólk talar um ,,öll velkomin" ,,flest" í merkingunni flestir og heldur fram að börn geti fæðst í röngum líkama þá er fokið í flest skjól. Tek undir með henni hvað aumingjavæðinguna varðar.

Smellið á myndina.
stef


Bloggfærslur 4. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband