Heildarmyndin, ráðstefna í Portúgal

Þann 27. september hefst áhugaverð ráðstefna í Portúgal sem stendur yfir í tvo daga.  Yfirskriftin er Heildarmyndin eða eins og þeir segja á ensku ,,The Bigger Picture.“ Hægt er að skrá sig og fylgjast með á netinu.

Á ráðstefnunni talar úrvalslið eins og Kathleen Stock, Helen Joyce, Emelie Köhler, Mia Hughes, Chris Elston, Jesper Waldvogel Rasmussen, Marcus Evans, Bob Witheres, Emma Thomas, Dr. Peter Boghossian, Tove Solander, Mattias Desmet og einn Íslendingur Eldur Smári Kristinsson. Hér eru einungis fáir af mjög mörgum taldir upp.

Alþjóðasamtökin Gespect standa fyrir ráðstefnunni, sem er sú þriðja í röðinni, en á síðunni þeirra segir að samtökin séu alþjóðleg og í þeim sé fagfólk, trans-fólk, þeir sem sjá eftir kynskiptiaðgerðum og foreldrar. Hóparnir tala fyrir að læknisfræðilegri nálgun sé ekki beitt á ónot í eigin líkama.

Þeir sem tala á ráðstefnunni hafa gert sig gildandi í umræðunni um trans-málaflokkinn. Þátttakendur hafa í umræðu sinni bent á limlestingar barna í tengslum við trans-málin. Auk þess hafa þeir bent á áróður sem fer fram í skólakerfinu í því landi sem þeir koma frá með röngum staðhæfingum eins og að barn fæðist í röngum líkama, að hægt sé að skipta um kyn, að karlmenn fái aðgang að einkarýmum kvenna við það eitt að skilgreina sig sem konu. Lögin um kynrænt sjálfræði er skaðvaldur sem hefur eyðilagt rétt kvenna til einkarýma og kvennaíþrótta.

Á ráðstefnunni, þar sem áhersla er á ,,Reframing the Future", verður rætt um að bera kennsl á vandann yfir í að kanna lausnir. Í boði eru fyrirlestrar, pallborðsumræður, umræður og viðtöl í beinni útsendingu. Allt er þetta gert til að tryggja að þessi flóknu mál séu tekin til umræðu.

Hér má sjá síðu ráðstefnunnar.

Hér má sjá dagskránna.


Bloggfærslur 23. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband