Börnin gjalda þess

Fleiri hundruð börn á Norðurlöndunum hafa fengið hormónalyf til að stoppa kynþroskann. Þau fá mikið magn af hormónum gagnstæða kynsins með skelfilegum afleiðingum eins ófrjósemi og beinþynningu. Þetta hefur viðgengist hér á landi og í Danaveldi frá 2016 þegar Ríkisspítalinn fékk leyfi fyrir ,,kynskiptum“ barna.

Meðferðin var innleidd sem stöðluð meðferð án þeirrar kerfisbundnu eftirfylgni sem venjulega er krafist í tilraunameðferðum og án vísindalegrar þekkingar. Það er sérstaklega mikilvægt þegar um tilraunir er að ræða, eins og í þessum tilfellum, að vísindin séu að baki notkuninni.

Lyfin sem eru notuð til að stoppa kynþroskann hafa engar vísindalegar rannsóknir að baki sér. Um tilraunir á börnum er að ræða. Slakað hefur verið á þeim ströngu kröfum sem venjulega eru gerðar til lyfjanotkunar, að vitað sé um afleiðingar og aukaverkanir. Börnin gjalda þess.

Þetta hneyksli, að nota tilraunalyf á börn, er viðameira en hvíta duftið eða þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á stúlkum eins og gert var í Danaveldi og víðar. Afleiðingarnar í framtíðinni verða skelfilegar eins og norski sálfræðingurinn segir. Lesið hér.

Í Cass skýrlunni kemur fram að átt var við niðurstöður rannsókna á lyfjum sem notuð eru í trans-málaflokkum. Síðan nota læknar þessi lyf á börn, á börn hugsið ykkur með skelfilegum afleiðingum. Hver leggur barn sitt að veði fyrir lyfjatilraunir lækna?

Að mati bloggara er um barnaníð að ræða þegar menn bæði mæla með að stúlkur láti fjarlægja brjóst sín og taki eiturefni til að breyta heilbrigðum líkama í allt annað en þau eru.


Bloggfærslur 20. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband