Gunnar Gíslason forstöðumaður skólaþróunarsvið HA-hræsni eða sýndarmennska?

Detta ekki allar dauðar lýs úr höfði mínu. Rætt um ráðstefnu hjá Skólaþróunarsvið HA, sjá hér. Fjalla á um læsi. Forstöðumaðurinn talar ranga íslensku. Hann vill gjarnan að dýr og börn mæti á ráðstefnuna því hann segir, „Öll ættu að hafa gagn og gaman af ráðstefnunni með því að hlusta og taka þátt þó svo að ráðstefnan sé sett upp fyrir kennara og stjórnendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum,“ segir Gunnar Gíslason, forstöðumaður…“

Við sem leggjum upp úr því að nota rétta íslensku og að hún sé rétt kennd vitum að þarna á að standa allir. En hvaða öll á Gunnar við ef það eru ekki dýr og börn sem hann á við. Öll kennarar, öll stjórnendur, öll þátttakendur…eða?

Það er þyngra en tárum taki að stofnun sem menntar kennara, sem eiga svo að mennta nemendur í íslensku, skuli ekki einu sinni virða íslenskar málfræðireglur.

Neðar í frásögninni segir Gunnar, ,, Flest sitja svo einnig ráðstefnuna daginn eftir…“ Enn talar Gunnar um flest dýrin eða flest börnin. Við sem þekkjum málfræðireglur íslenskunnar vitum að þarna á að standa flestir. Varla talar Gunnar um flest kennarar, flest skólastjórnendur, flest þátttakendur. Veit hann ekki betur?

Ef Gunnar Gíslason forstöðumaður ætlar að vera vókisti og nota ,,öll“ um ímynduð kyn þá er fokið í flest skjól. Getur maður borið traust til menntamanna sem kunna ekki með málfræðina að fara?

Skipar Háskólinn á Akureyri sér á sama stað og Ruv með, eins og sumir segja, nauðgun íslenskunnar?

Bloggari hefur séð auglýsta viðburði frá Háskólanum á Akureyri þar sem stendur ,,öll velkomin“ og undrast að sjá slíkt orðalag frá menntastofnun. Að háskólamönnum í HA sé svona umhugað um að börn og dýr mæti á viðburði hjá þeim er nýung.

Baldur Hafstað orðaði svona málnotkun eins og Gunnar notar á þessa leið ,,Öll velkomin. Það er ekkert ,,líbó“ við svoleiðis orðalag; þetta er í besta falli sýndarmennska-eða öllu heldur hræsni.“ Pistlar Baldurs heita Tungutak.

afkynjun íslenskunar


Bloggfærslur 16. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband