Dregin fyrir dómstóla fyrir að segja að karlmenn geti ekki haft barn á brjósti

Bloggari veit yfirhöfuð ekki hvert heimurinn stefnir. Hef minni áhyggjur af loftslagsmálum en þróun trans-málaflokksins sem gerir endalaust lítið úr konum og hefur af þeim réttindi. Karlmenn, með öllum tiltækum ráðum, vilja yfirtaka það sem konur eiga. Andlega veikir karlmenn eins og þessi sem stefnir konu fyrir að segja sannleikann fá að vaða uppi vegna tilfinninga sinna.

Viðbrögð á netinu

Sérfræðingur í brjóstagjöf, Jasmine Sussex, á að mæta fyrir dóm í Queensland fyrir að tjá sig um þá staðreynd að aðeins konur geti haft barn á brjósti. Hún lét skoðun sína í ljós um karlmann, Buckley, sem tók lyf til að geta gefið barni brjóst. Hún sagði að hann ætti ekki að gera slíkar tilraunir á börnum. Þessi hegðun karla væri hluti af ,,hættulegu blæti.“

Buckley dregur Jasmine fyrir dóm en hann er karlmaður sem skilgreinir sig sem konu. Enn koma þessi fjandans lög um kynrænt sjálfræði við sögu. Karlinn tók lyf til að framkalla brjóstamjólk. Jasmine hefur ekki í hyggju að láta þagga niður í sér. ,,Brjóstagjöf tilheyrir mæðrum og börnum okkar.“ segir hún. Við erum einu manneskjurnar sem getum framleitt brjótamjólk til að næra ungviðin okkar.“

Eiginkonan ólétt

Karlmaðurinn sem kærir Jasmine tók lyf þegar konan hans var ólétt svo hann gæti líka haft barnið ,,á brjósti.“ Mynd sem hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlunum með barnið á bringunni skapaði mikla reiði. Hann skrifaði ,,Undanfarnar 6 vikur hef ég tekið lyf sem heitir Domperidon til að auka prólktín til að geta framleitt brjóstamjólk og upplifað brjóstagjöf“ skrifaði hann í færslu á snjáldursíðua sína.

Lyfið Domperidon er jafnan gefið sem ógleðilyf. Viðbrögð hans komu vegna ummæla Jasmine, sem kallaði aðferðina grimma og siðlausa. ,,Þetta er hinsegin kenning Buckley um reynslu hans af brjóstagjöf," skrifaði hún á netinu.

Kvörtun um róg

Í nóvember á síðasta ári fékk hún tölvupóst frá mannréttindanefnd Queensland þar sem henn var tilkynnti að nefndin væri að rannsaka kvörtun frá Buckley. Nefndin er að rannska meintan rógburð af hálfu Jasmine.

,,Í kvörtuninni er reynt að forðast almennar áhyggjur mínar og gagnrýni á brjóstagjöf karla," segir hún.

,,Ég hafna alfarið þeirri fullyrðingu að yfirveguð gagnrýni mín á brjóstagjöf karla ýti undir hatur, alvarlega fyrirlitningu eða alvarlegt athlægi í garð hans og annarra trans-kvenna."

Rannsóknir á karlmönnum sem gefa börnum sínum brjóst með lyfjagjöf eru mjög umdeildar og það er aldrei afsökun fyrir því að gera tilraunir á börnum vegna tilfinninga fullorðinna.

Heimild.


Bloggfærslur 12. september 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband