5.8.2024 | 07:18
Hægt að útrýma einhverfu ef menn viðurkenna rétt kyn fólksins
Starfsfólk í félagsþjónustunni í Danmörku á að mennta svo þau geti sent einhverfa af stað í ,,kynjaferðalag Danska félags- og húsnæðisstofnunin stendur á bak við það.
Danska félags- og húsnæðisstofnunin stendur að baki verkefni sem á að þjálfa starfsmenn félagsþjónustunnar til að senda einhverfa í ,,kynjaferðalag," Rökin eru, það kemur fram í ,,rannsókn sem mælir með því. Þegar sú rannsókn er skoðuð sést að hún trans aktivísk og styður hinsegin kenningar og hugmyndafræði. Þetta kemur fram í bloggi Lotte Ingerslev um málið.
Verkefnið mun leiða til framleiðslu fræðsluefnis og líklega einnig ,,uppfærslu" námskeiða sem upphaflega eru ætluð starfsfólki sem sinnir einhverfum.
Sagt er að verkefnið sé til að auka ,,gagnrýna nálgun á (kynja)viðmiðum" meðal fagfólks. Og það starfsfólk sem efist verða að velta fyrir sér ,,eigin kynjahlutdrægni.
Þær svokölluðu ,,rannsóknir" sem verkefnið byggir á eru ekki gæðametnar á nokkurn hátt.
Meðal annars er gefið í skyn að einhverfu einkenni séu kannski alls ekki vegna einhverfu, heldur að þau séu vegna þess að fólk sem er með ,,mismunandi kynvitund" sé ,,rangkynjað" og stimplað.
Allt við ,,kynjaferðina" er lýst sem jákvæðu. Það eru engir ókostir og engin áhætta en maður þarf að taka fyrsta ,,prófið, fyrsta skrefið í verkefninu er að taka ,,þekkingarpróf. Það gengur út á að þú svarir alls kyns spurningum um eigið kyn, tilfinningu þína gagnvart kyni o.s.frv.
Ekki er minnst á orð um samkynhneigð eða félagslegt smit. Ég hef farið ofan í saumana á þessu- skoðað smáatriðin segir Lotte. Hér er ritið sem Lotte hefur farið í gegnum lið fyrir lið.
Í einu fylgiskjalinu sem fylgir með færslu Lotte segir: Ef þú fylgir þessari ,,rökfræði" er augljóst að starfsfólk félagsþjónustunnar geta dregið úr eða jafnvel útrýmt einhverfum eiginleikum fólks með því að vera 100% fylgjandi þörf einhverfra fyrir að tengjast kynjafjölbreytileikanum. Það tryggir þeim meðferð sem færir líkamann í takt við innri reynslu þeirra af kynvitund, þannig að þeir verði ekki lengur fyrir fordómum vegna þess að samfélagið lítur á þá sem það kyn sem þeir ,,raunverulega" eru.
Lotte segir; Eins og sjá má telja höfundar ritsins mikilvægt að starfsmenn félagþjónustunnar ,,afli sér þekkingar" um t.d. ,,kynskipti" og ,,notkun fornafna". Þannig þurfa þeir að staðfesta við einhverft fólk að það sé á leið í ,,kynjaferðina".
Lotte Ingerslev er sálgreinir sem hefur skrifað mikið um trans málaflokkinn af mikilli fagmennsku. Öll hennar umfjöllun fjallar um börn, því hún eins og bloggara er nákvæmlega sama hvað fullorðið fólk gerir. Hún kaupir og nær í rannsóknir, hefur augun opin fyrir því sem gerist í veldi Friðriks X og kemur því efni til skila. Það sem er þýtt hér að ofan er lítið brot af færslunni hennar sem sjá má hér.
Lotte býður fólki að kaupa kaffibolla til að styrkja vinnuna sem hún leggur í þetta. Þeir sem hafa áhuga að kaupa kaffi geta ýtt hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)