Enn ein lögsóknin vegna sannleiksorða

Það er ekki að trans-konum eða aðgerðasinnum að spyrja. Með valdi ætlar þeir að hafa réttindi af konum. Kosta það sem kosta vill. Bloggari veltir fyrir sér hvenær konur og karlmenn opni augun fyrir því sem gerist víða um heim. Konur lögsóttar fyrir að segja sannleikann um líffræðina, konur og réttindi þeirra.

Í nóvember 2023 sagði Louise Elliot bæjarfulltrúi, í einu versta ,,vók“ bæjarfélagi sem finnst í Ástralíu, frá kæru á hendur sér. Hún segir; fyrst voru það rýmin okkar, síðan íþróttirnar okkar, tungumálið okkar, tækifærin okkar og börnin okkar. Nú koma þeir í veg fyrir hugsanir okkar og raddir.

Mér er fullkunnugt um trú- og tjáningarfrelsi. Ég veit hvað umburðarlyndi er og hvað felst í þátttöku í lýðræðissamfélagi. Grundvallarréttindi sem liggja til grundvallar lýðræðislegum lífsháttum okkar í Ástralíu eru undir árás af því tagi að slíkt hefði verið óhugsandi fyrir fáeinum árum.

Af hverju kærð

Brátt um ég mæta fyrir borgar- og stjórnsýsludómdómstóll Tasmaníu vegna áskana um að hafa hvatt til haturs á grundvelli kynvitundar. Meintur glæpur minn? Ég sagði sannleikann. Ég talaði á viðburði á kvenréttindasamkomunni ,,Let Women Speak“ fyrir utan þinghúsið í Hobart í mars 2023.

Í ræðu minni kom fram að trans-konur eru trans-konur og eru áfram líffræðilegir karlmenn og að ekki er hægt að nauðga einhverjum með getnaðarlim ef það er ekkert typpi til staðar, með vísan til að konur þurfi örugg rými. Skýrt hugsandi fólk veit að þetta er sannleikur og fáránlegt að draga mig fyrir dómstóla fyrir sannleikann.

Það sem við sjáum segir Louise er hápunktur brjálæðisins í kynjahugmyndafræðinni. Brjálæðið er að konur missa rými sín, eins og búningsklefa. Nauðgarar eru vistaðir í kvennafangelsi. Konur hafa glatað tungumálinu sínu þar sem ,,hún“ og ,,kona“ eru í eigu karlmanna. Ekki kom á óvart að það var karlmaður sem var aðalræðumaður á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Að lokum, stjórna skoðunum, hugsunum og tali annarra.

Til að kóróna þetta eru hugmyndadrifin samtök vel fjármögnuð og þeirra vopn eru dómsmál til að þagga niður í fólki sem aðhyllist ekki kynjahugmyndafræðina.

Lög sem uppræta á raunverulegt hatur og ofbeldi eru án efa nauðsyn, en að setja þröskuldinn svo lágt er á árás á trú- og tjáningarfrelsi auk pólitískra samskipta.

Biðjast afsökunar

Ég hefði getað beðið afsökunar og hrökklast í burtu þegar kæran kom. En sannleikur, raunveruleiki, vísindi, öryggi og sanngirni fyrir konur og stúlkur eru mikilvægari en tilfinningar sumra karla. Við getum öll móðgast yfir einhverju en að vera móðguð er hluti af því að vera í samfélagi. Til eru staðreyndir sem við vildum að væru ekki sannar, en þær eru það og engin hneykslan getur breytt því. Að móðgast er hluti af fjölbreytileika, umræðu og lýðræði.

Louise segir að langflestir Ástralar séu á sömu blaðsíðu og hún. Við óskum trans-konum einskis ills og við viljum ,,vera góðar“ en við munum ekki ljúga og við munum ekki fórna þörfum og gildum kvenna.

Það er ekkert ,,framsækið" við að forgangsraða kröfum og tilfinningum sumra karla fram yfir öryggi, sanngirni, reisn og réttindi kvenna.  Það er ekkert réttlátt við það að lýsa því yfir að staðreyndir sé hatur og aðeins ein skoðun sé leyfð. Það er of mikið í húfi til að berjast ekki á móti þessu ruddalega stigi ritskoðunar.

Hér má lesa um málið.


Bloggfærslur 28. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband