Föstudagurinn 23. ágúst verður mikilvægur fyrir konur

Á morgun, klukkan 09:00 á áströlskum tíma, munu Ástralir kveða upp dóm í máli Roxy gegn Giggle (Sall Grover). Málið var dómtekið í apríl svo dómari hefur tekið sér fjóra mánuði til að komast að niðurstöðu.

Málið fjallar um kvenréttindi, ekki bara þar í landi heldur um allan heim. Hér skrifaði bloggari um málið.

Helsta umfjöllunarefni dómsins er ,,hvað er kona.“ Réttindi kvenna eru í húfi og ljóst ef málið tapast hafa konur í heiminum beðið hnekki en karlmenn unnið. Kynjabaráttan er undir.

Ekki er búist við að dómstóllinn dæmi Giggle í hag. Ef dómurinn fellur ekki Giggle megin verður honum áfrýjað til áfrýjunardómstóls og síðan til Hæstaréttar. Ef Giggle vinnur verður það frábært, en ef ekki mega konur ekki gefa upp vonina.

Hér má lesa grein um hana. Meginstraums fjölmiðlar á Íslandi þegja eins og þeirra er von og vísa.

grein um sall grover


Bloggfærslur 22. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband