Kraftaverkin gerast!

Betra seint en aldrei. Jafnréttisráðherra Dana skrifaði tímamótagrein í gær. Hér má lesa hana. Í reynd gerðist kraftaverk. Allt í einu sér ráðherrann vandann við að innlima karla inn í mengið konur, og þorir að segja það upphátt. Karlmaður opnaði loksins augu hennar en konur sem hafa talað um málið á marga vegu í áraraðir hafa ekki fengið áheyrn. Betra seint en aldrei. Hvað verður það næst?

Getum við farið að tala um að það sé ekki góð hugmynd að kenna börnum að þau geti verið fædd í röngum líkama?

Á meðan ráðamenn klóra sér í hausnum gerir karlmaður stólpagrín af þeim og lögunum um kynrænt sjálfræði eins og lesa má í grein ráðherrans. Hann hefur haft stjórnmálamenn af fíflum, ekki bara í Danaveldi heldur á Íslandi líka þar sem sömu lög eru í gildi.

Nú verða Íslendingar að bíða og vona eftir að ráðherra jafnréttismála hér á landi láti í sér heyra um sama málefni, á sömu nótum. Karlmaður getur aldrei verið kona, hann getur kallað sig ýmislegt eins og danski ráðherrann sagði í greininni. Kona verður aldrei karlmaður og öfugt. Þegar við leyfum svona rangnefni að blómstra í samfélögunum skemmir það fyrir jafnréttisbaráttunni, en danski ráðherrann nefndi það. Það skemmir líka fyrir konum í íþróttum eins og við höfum orðið vitni af nokkrum sinnum.

Er ekki komið nóg af rangfærslum og ósannindum um að kynin geti verið mörg. Allt gerist þetta í kollinum á fólki líkt og kvíði, átröskun og fleiri geðrænir sjúkdómar.


Bloggfærslur 16. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband