Misheppnuð stefna Svía, Danir finna fyrir því

Ungir Svíar ferðast til Danmerkur til að fremja alvarlega glæpi og nú sendir Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra, jafnaðarmaður, kveðju til baka. Það gerir hann á sumarfundi flokksins sem haldinn er í Vejle. Ráðherrann ræðir röð atvika þar sem sænskum glæpamönnum eru boðnar háar fjárhæðir til að fremja morð og líkamsárásir í Danmörku.

Ekki bara Danmörk

Peter Hummelgaard segir ,,Það er ekki aðeins Danmörk heldur stór hluti Norðurlandanna sem finna fyrir afleiðingum langvarandi misheppnaðrar stefnu í innflytjenda- og lagasetningamálum í Svíþjóð. Við tökum því mjög alvarlega.“ Hann veitir sænskum fjölmiðlum viðtöl til að vara börn og ungmenni í Svíþjóð við sem íhuga að fremja glæp í Danmörku.

Ef þú kemur til Danmerkur, fremur alvarlega glæpi sem stofnar einhverjum í hættu fellur hamarinn. Danmörk er með mun harðari refsingar en Svíþjóð og hátt hlutfall upplýstra brota segir í skilaboðunum.

Hann grunar að gengin í Svíþjóð, sænsk börn og ungmenni viti ekki hve harðar refsingarnar eru í Danmörku. Håkan Wall, yfirmaður alþjóðadeildar Svíþjóðar (Noa), telur ekki að Svíþjóð beri ábyrgð á glæpum í Danmörku. Því miður hefur Svíþjóð skorið sig úr því gengin hafa mikið fjármagn og það nýta glæpamenn í nágrannalöndunum. ,,En það gerir Svíþjóð ekki ábyrgt fyrir öllum glæpum, hvorki í Danmörku né Noregi," sagði Håkan Wall við sænska fréttamiðilinn TT. Hann bendir á að Danmörk hafi líka í langan tíma einkennst af alvarlegum glæpagengjum.

Ekki bara Svíþjóðar

Håkan Wall telur að það sé ekki eingöngu á ábyrgð Svía að leysa vandann. Hann leggur áherslu á, í sænskum fjölmiðlum, að norrænt lögreglusamstarf sé vel starfhæft og skipti sköpum til að uppræta glæpi.

Peter Hummelgaard ráðherra leggur einnig áherslu á þetta og bætir við, ,,En það breytir ekki þeirri staðreynd að við á Norðurlöndunum upplifum afleiðingar glæpastarfseminnar sem hefur farið út af sporinu í Svíþjóð.

Hann bendir á að í Noregi hafi sænskir klíkuhópar komið sér fyrir en það upplifum við ekki í Danmörku. Håkan Wall hefur hins vegar nokkuð til síns máls varðandi ábyrgð Dana þegar hann segir, ,,Það eru danskir glæpahópar sem hafa uppgötvað að það er auðveldara og ódýrara að ráða sænska mjög unga glæpamenn til að fremja þessa glæpi“.

Hummelgaard telur sig ekki of harðan og segir Svía verða að axla ábyrgð á að svo stór hópur barna og unglinga ræður sig til að fremja þessa tegund glæpa.

Lesa má um málið hér.


Bloggfærslur 15. ágúst 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband